Heimir - 01.10.1908, Side 20

Heimir - 01.10.1908, Side 20
92 H E I M I R Vér eíum ekki aö þaö veröi sýnt, og eftir er gnægö góöra manna aö gjöra um þau mál, þó stjórnarflokkur Hannesar biöi ósigur, og skaöi sé unninn íslenzku þingi viö missi slíkra manna sem Stefáns skólastjóra Stefánssonar. En vér ætlum ekki aö ræöa íslands pólitík í þessu erindi. Aöeins ein staöhæfing er vér vonum aö sé á rökum byggö. Hannes haíöi reynt aö koma í framkvæmd því einu, er hann trúöi að væri og veröa myndi landi og lýð til gagns. Stjórnartímabil hans, og það er á því hefir gjörst, er ekki eingöngu honum til sæmdar og mun í minn- um haft er komandi kynslóðir fara pílagrímsferöir aö gröf hans, heldur var þaö og Islandi happ, heiöur og sæmd, aö eiga einn slíkan son, til aö fá í hendur þann vandasama og vanþakkláta starfa, að stofnsetja innlenda og fullveöja stjórn, eítir aö liðin eru 640 ár, frá því þjóöin glataöi frelsinu, og mjög illa og.ó- mannlega voru allar þær tilraunir tilfundnar er leituöust viö að svívirða persónu hans og skapa gjörðum hans ómannlegar hvatir. „í gleymsku fellur allt og allt," og allar ótilfundnar sakar- giftir. En röm eru þau íslenzku örlög, ef hver eftir annan, Is- lands framtaksömustu og röskustu sona, á aö falla undir þann almúgadóm—hleypidóm—þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þjóöinni til vegs og viðgangs, aö hann hafi verið fööurlandssvikari og staurblindur afturhaldsmaður. Fréttst hefir hingað vestur, að Lector Þórhallur Bjarnason hafi veriö skipaöur byskup yfir Islandi, og látiö vígjast til em- bættis í dómkyrkjunni í Reykjavík. Ekki er ólíklegt, aö hann reynist þar nýtur maður og hagsýnn, og aö íslenzka kyrkjan taki stórum framförum undir stjórn hans. Hann er alkunnur trúfrelsisvinur, víösýnn, og hefir eindregið haldið fram til- hreinsunarstefnu í trúfræöslumálum. Allir frjálslyndir Islend- ingar hér, óska honum og Islandi til heilla.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.