Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 3

Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 3
H E 1 M I R 27 veigameiri en hann nú er, þar sein engin skáldsagna eöa leik- rita höfundur svo teljandi sé hefir ennþá komið fram á sjónar- sviðið. Eitt af því sem undarlegt rná virðast er það, að hin upp- vaxandi íslenzka kynslóð hér hefir ekki ennþá sýnt að hún hafi tekið íslenzku ljóðagerðargáfuna í arf og gert hana að staríandi hæfileika á því máli, sem henni er eðlilegra en íslenzkan. Sjálfsagt er aðalorsökin til þess ekki sú að náttúru gáfurnar breytist svo nokkru muni tneð einni kynslóð, heldur mun hún vera innifalin í því, að uppvaxandi kynslóðin hér, sem er af íslenzkum foreldrum fædd, hefir aldrei kynst íslenzkum skáld- skap almennilega, aldrei lesið sig inní hann. Þegar þar við bætist sá hugsunarháttur, að það eina sem nokkurt gildi hafi hér í Ameríku sé liagsýni og peningar, sem því miöur er alt of rótgróinn á meðal Islendinga, þá er eölilegt að skáldskapar- gáfan nái litlum þroska á meða! Vestur-íslendinga, sem hér eru fæddir. En nú mætti þó einmitt búast við því, ef að henni væri hlúð, þar sem að íslenzkum gáfurn opnast eitt auðugasta bókmenta mál heimsins. Avextir geta samt engir orðið nema að gáfurnar séu glæddar, og rangur og einhliöa hugsunarháttur brotinn niður. t Við einu mætti búast af vestur-íslenzkum skáldum, sem þeir þó ekki hafa hingað til sýnt, nefnilaga, að það setn þeir liafa séð meira af heiminum en mörg skáld á Islandi hefði þau áhrif á þá, aö gera skáldskap þeirra víðtækari og almennara eðlis en mikið af íslenzkum skáldskap er. Aö það bezta sé á einhvern hátt helgað ættjörðinni er eðlilegt og rétt, en að nærri því hyert kvæði þurfi hafa á sér íslenzkan sveitabrag er mesti misskilningur. Náttúrlega eru yrkisefnin og meðferð þeirru mjög mikiö undir mentun skáldanna komin, en veruleg skáld geta fundið yrkisefni í mannlífinu og náttúr- inni hvar sem er; og oft ná þau sínum beztu tökum á hugum lesendanna þegar staðlegra áhrifa gætir hvað minst. Einsog eðlilegt er eigum vér Vestur-íslendingar enga vís- indamenn. Allri vísindalegri starfsemi er þannig fariö, að hún útheimtir þá sem gefa sig viö henni heila og óskifta. Þar sem

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.