Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 21

Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 21
HEIMIR 45 BÓKAFREGN Andvökur, kvæöi eftir Ste]>hán G. StejihánsKon, prentsmiðjan Gutenberg, Reykjavík, lítgefendnr nokkrir íslendingar í Vesturheimi. Stephán G. Stephánsson er llesturn kunnur sem skáld. Mörg af kvæöum hans hafa birst í blööum og tímaritum hér og heima á íslandi. Auk þess hafa tvö lítil kvæöasöfn komiö út eftir hann áöur. Hann hefir fyrir löngu fengið þá viöurkenningu aö vera eitt af stór skáldum íslenzku þjóöarinnar, og hann á þá viöurkenningu skiliö, því mjög mikiö af því sem hann hefir ort þolir samanburö viö þaö bezta sem til er í íslenzkri ljóöagerö. Kvæöasafni þessu, sem er í tveimur binduin, er skift í fiokka samkvæmt efni. Þessi skifting viröist sumstaöar dálítiö óeðlileg, en liún hefir þann kost, aö gera lesaranum hægra fyrir aö sjá hvaöa yrkisefni láta skáldinu bezt. Sömuleiöis eru ár- tölin, sem prentuö eru aftan viö kvæöin, þeim til hægöar auka sem leitast við aö skilja skáldiö til hlítar. Þó Stepháni sé sú list all vel lagin, aö segja mikiö í einni vísu. eru samt frásagnirnar og lýsingarnar í hinum lengri kvæöum hans lang veigamestar. Þaö er einsog hann nái ekki alveg sínum réttu tökum í mjög stuttu máli. Samt er napurt háð og mergjaðar ádeilur í sumum smákvæöum hans, eins og t. d. “Bitlingavoninni” hans Sáms, Sannfæringin hjá Sámi er kom- in á “stjórnarhreppinn” og oröin “niöurseta” hjá kyrkjunni. Sjálfur fer hann “einsog veltur vömbin” og er: “allra gagn á hverju þingi.” Þá er þetta góö lýsing á andlegu léttmeti : “Á annara strokkuðum áfum hann elur upp volaöa guöskálfa hjörö. ” Og gagnorö er hún “Búnaöarskýrslan” þessi: “Húsdóndans er höfuö lélegt, hjartaö garmur, trössuösál.” Ekki þurfa blaöa- mennirnir aö vera upp meö sér af þessu áliti : “Úr blööunum hjómast ei hugsun til neins. Mig hryllir viö þvílíku sargi, því máliö og stíllinn og efniö er eins : svo andlega mein þýföur kargi.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.