Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 22

Heimir - 01.10.1909, Blaðsíða 22
46 Ii E I M I R “Bæn á eftir samkomu” er laglegt háökvæöi um hávaöann og glamriö, sem er flestum almennum samkomum hér samfara. En svo eru líka margar uppörfanir og heilræöi í þessum smá- kvæöum, einsog þetta : “Láttu hug þinn aldrei eldast eöa hjartaö— Vinur aftansóiar sértu, sonur morgunroöans vertu ! ” Margar af veöurlýsingum skáldsins eru ágætar, einsog nátt- úrulýsingarnar yfir höfuö. I kvæöinu “Harpa” kemur eitt ein- kenni í ljós, nefnilega þaö, hversu gjarnt skáldinu er til, aö færa náttúiuna í persónu gervi. Fjöllin, gilin og árnar veröa einsog lifandi verur í augum þess. Veturinn “veltir krajia úr keltu sinni” Og hríslurnar tá “knapj^a í háriö.” Altaf eru samlíking- arnar eölilegar og gefa lýsingunum einkennilegan og skemtilegan lífsblæ. Eftirmæli og minni eru ekki það bezta sem Stejihán yrkír, en samt eru þau yfirleitt ágæt í samanburöi viö þaö sem eftir- mæli vanalega eru. Be/.tu eftirmælin eru eftir son hans. í þeim er saknaöar tilfinningunni lýst vel og látlaust. Blómin minna á barnið dána, og moldin þar sem þaö hvílir er kærari en önnur mold—En þótt sorgin sé óbætt er hún samt “karlmensk- unni þrek.” Hvergi í öllum kvæðunum talar skáldiö máli til- finninganna eins vel og hér; og þetta tilfinninga mál er faguit, vegna þess, aö í því er ekkert óþarfa málskrúð. Af ættjaröar kvæðunum eru “ Astavísur til Islands ” og “ Skagafjöröur ” fegurst. l'ööurlandsástin er rótgróin í hjarta skáldsins. Er nokkur furöa þó sá maður sé íslenzkur í anda sem þannig mælir til ættjarðarinnar, “Þín fornöld og sögur mér búa í barm, og bergmál frá dölum og hörgum, þín forlög og vonspár um frægöir og harm mér fylgt hafa á draumþingum mörgum. Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál í lögnm þeim hljóma er kveöur mín sál.” f kvæöinu Skagafjöröur er skáldið að segja frá fæöíngar- sveit sinni og endurminningum þeim, sem viö hana eru bundnar.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.