Heimir - 01.01.1910, Page 21

Heimir - 01.01.1910, Page 21
HEIMIR ii 7 andlitum, og þegar hún ööru hvoru leit upp smaug tillitiö í gegnum þá. En þegar hún fann aö þeir horföu stööugt á sig gekk hún inn þangað sem umferöasalarnir sátu og boröuðu, og fór aö fægja skeiðar við veitingaborðið. “Tókstu eftir póstinum ? ” sagði annar umferðasalinn. “Nei, ég rétt sá hann í svip; hann fór víst strax út aftur,” sagöi hinn, með munninn fullan af mat. “Fjandi laglegur maður ! Eg hefl víst dansaö í veizlunni hans.” “Svo—er hann giftur ? ” “Já reyndar !—Konan býr í Lemvig; þau eiga vísttvö börn. Hún var dóttir veitingamannsins í Ulstrúp, og ég kom þangaö einmitt brúðkaupsnóttina. Það var skemtileg nótt, skal ég segja þér. Karen lét skeiðarnar detta og gekk út. Hún heyröi ekki hvaö þeir kölluöu á eftir henni í stofunni. Hún gekk yfir garö- inn og inn í herbergið sitt, lokaði dyrunuin og byrjaði eins og í leiðslu að laga til rúmfötin. Augun í henni stóöu hreyfingarlaus, hún lagði hendina á brjóstiö—hún stundi, hún skildi ekki—hún skildi ekki— En þegar hún lieyröi maddömuna kalla í eymdarróm Karen! —Ixaren!” þá reis hún upp, fór út um bakdyrnar á húsinu og út á heiöina. Grasröndin hlykkjaðist í dimmunni á milli lyngþúfnanna líkt og vegur, en hún var ekki vegur, enginn skyldi trúa að hún væri vegur, því hún lá alveg frain á bakka mógryfjunnar. Hérinn stökk upp, hann hafði heyrt skvamp. Hann þaut af staö eins og hann væri vitlaus, í löngum stökkum; stundum samankýttur með fæturnar undir sér og hrygginn í kryppu.stund- um útteygöur, ótrúlega langur—eins og á flugi hentist hann áfram yíir lyngið. Refurinn rak upp mjóa trýnið og horföi hissa á eftir héran- um. Hann haföi ekki heyrt neitt skvamp, Því hann var kominn skríöandi samkvæmt öllum reglum listar sinnar niður í

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.