Heimir - 01.01.1911, Side 13

Heimir - 01.01.1911, Side 13
H E I M I R 109 þessar rómversku leifar fanst hlnti af stórri hebreskri bysgingu, álitin aö vera böll Omris og Akabs Israelskonunga, sem saman- stóö af herbergjarööunr settum í þyrpingar umhverfis garöa. A vestri hlið hæðarinnar var rannsakað hliö meö tveimur turnuin, og kom í ljós, aö þaö var rómversk bygging, sem hvíldi á fer- strendum eldri turnum frá gríska tímabilinu, sem aftur hvíldu á undirstöðum ennþá eldri hebreskra turna. A austurhlið hæöar- innar fundust stórar rústir með súlum úr einum steini, ennþá óskemdum, sem var álitið aö væru af dómhúsi áföstu viö ráö- stefnustaö (forurn) borgarinnar á dögum lderódesar. Áriö 1910 var rannsóknunum haldiö áfram á öllum þessum stööurn, en þó sérstaklega í kringum höllina efst á hæðinni. Þessi bygging, þó ennþá sé ekki búiö aö rannsaka hana til fulls, hetir, eftir því því sem nú er sýnilegt, þakiö meira en hálfaöra ekru lands, og sýnir fjögur byggingartímabil, sem til bráöa- byrgöa eru kend viö Omrí, Akab, Jehú og Jeróbóam annan. Sú skoðun, aö byggingin hafi upprunalega verið reist af Omrí og Akab, var bygö á fornfræöislegum grundvelli, og viröist styrkjast mjög við fund alabasturskers, sem á er ritaö nafn Osorkans annars Egyptalands konungs, sem var uppí samtímis Akab. Sérstaklega eftirtektarverö eru leirkerabrot, sem fundust síSasta surnar á sömu dýpt og Osorkan keriö. Þau eru hér um bil 75 að tölu og á þau eru ritaðar skýrslur og rninnis- greinar meö gömlu hebresku letri. Aö áletranir þessar hafi upphaflega veriö gerðar á brot en ekki leirkrukkur viröist líklegt af mörguin ástæöum: (1) Byrjun og endir línanna voru látin standa nákvæinlega heima viö stærð brotsins, sem í mörgum tilfellum leiddi til þess aö stöfum var þjappaö saman í línuenda, eöa nokkur hluti orösins ritaður fyrst í næstu línu. (2) Skriftin snýr margvíslega á brotunum, þar sem merki á leirkrukkuin voru ávalt rituö lárétt. (3) Nokkur brot, sitt meö hvorri áletrun, eiga sainan, og voru þar af leiöandi upphaflega partar af sömu krukkunni, en sýnilegt er, að ekki þurfti nema eitt merki á eina krukku. (4) Tværaf áletrununum viröast vera merki skrifuö á heilar krukkur, en þær eru auökendar

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.