Heimir - 01.05.1911, Page 10

Heimir - 01.05.1911, Page 10
202 H E I M I R Skáldskapur Persa Eftir Maitland Leroy Osbornk (Lauslega þýtt) Persía, “Land ljónsins og sólarinnar,” var grundvölluö á rústum eldri konungsríkja, og bókmentir hennar sem skutu rótum niður í gamlan jarðveg, voru auðgaðar með heimspeki og vísindum, skáldskap og goðsögnum fyrirrennara hennar. Austur- lönd eru heimkynni skáldskapar, land goðsagnanna. Hin draum- ríku Austurlönd, auðug af gimsteinum og Ijómandi af blómskrúði, eiga svo eldgamiar goðsagnir, að þau sýnast eins og móðir mann- kynsins. Saga stórkostlegrar menningar var rituð á klettana eða grafin undir jarðvegi Mesópótainíu. Rituðágull ogalabastur var hún lögð undir hyrningarsteina nrusteranna og falin um þrjú þúsund ár. Frá því á dögum Alexanders mikla niður til Sassanían konungsættarinnar er saga perneska málsins og bókmentanna næstum engin. En fimm hundruð árum eftir daga Alexanders lifnaði yfir bókmentunum og trúarbrögðunum og Zend-Avesta bókunum var safnað saman úrdreifðum handritum og munnmæl- um. Fyrsta söfnun munnmælanna leiddi til útgáfu Sha-Nomah, hinna miklu persnesku söguljóða, er voru rituð af Firdusi á dögum Sassanían ættarinnar. Persnesk menning átti að miklu leyti rætur sínar að rekja til Babýlóníu og goðsagnir þeirra spruttu upp af skurðgoðadýrkun, sem var svo gróf og munaðarfull að henni verður ekki lýst. En Persarnir voru hneigðir til skáldskapar og þeir hófu upp og fáguðu hinar gömlu sagnir. I persnesku goðsögnunum er “heims- fjallsins” Assýríu-konunganna getið, einnig finnast þar hugmyndir, sem líkjast sögnunuin um hinn vínviðarklædda laufskála Merú, og hið ljómandi Ólýmpus hlið. Draumkendu goðsagnirnar Hindúanna hurfu í hinni hörðu baráttu á milli góðs og ílls. Mótsetning ljóssins og myrkursins er

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.