Heimir - 01.06.1911, Qupperneq 15
HEIMIR
231
Þá var eftirfylgjandi fundarályktun lesin og samþykt.
“Meö því aö einn af starfsmönnum vorum og félagsbræörum,
séra Albert E. Kristjánsson hefir ekki getaö komiö á þing þetta,
vegna veikinda á heimili hans, viljum vér, hiö sjötta þing ís-
lenzkra Unítara í Vesturheimi, hér meö láta í ljósi hjartanlega
samhygð vora með honum og fjölskyldu hans og söknuð yfir
fjarveru hans. Einnig óskum vér þess af heilum hug aö heim-
iliskringumstæöur hans breytist fljótt á bezta veg, og sendum
honum hjartans kveöju vora meö þakklæti fyrir bréf frá honum,
meðtekið í byrjun þingsins.
Við undirritaðir leggjum til að ályktun þessi sé samþykt,
færö inn á fundarbók og send í eftirriti til séra A. E. Krfstjáns-
Sijnar. ”
G. Árnason
Rögnv. Pétursson
Lagt var til af R. Péturssyni, að forseti skipaði þriggja
manna útnefningarnefnd. Tillagan studd af B. B. Olson og
samþykkt.
9
Forseti útnefndi þessa :
Jóh. Sigurösson
J. B. Skaptason
H. Pétursson
G. P. Magnússon bauð að gefa kyrkjufélaginu eftirrit af
fundargerðum snertandi únítarisku hreyfinguna í Nýja Islandi á
fyrstu tímum hennar. Séra R. Pétursson lagði til að boði
Mr. Magnússonar væri tekið með þökkum. Tillagan var studd
af G. J. Goodmundssyni og samþykt í einu hljóði.
Þá var lagt til og samþykt að fundi væri frestað til kl. 8, er
trúmálafundur sá, er auglýstur hafði verið, átti að byrja.
Fundi slitið.
Klukkan 2 e.h. á sunnudaginn fór fram guðsþjónusta og
prédikaði séra Rögnv. Pétursson. Gerði hann “Köllun tímans,
andleg kyrkja” að umræðuefni sínu. Fjöldi manns var við-
staddur.