Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 2

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 2
242 HEIMIR nýlt er, er of léttvægt til þess aö menn geti boriö nema stundar- áhuga fyrir því. En þaö eru ávalt til í heiminum einhver ný- mæli, sem eru þýöingarmikil, sem eru til frambúðar. Ef þaö væri ekki, þá ætti engin veruleg framför sér staö. Menn væru þá öld eftir öld aö segja hið sama upp aftur og aftur, en í nýjum orðum; menn væru þá að lifa sama lífið upp aftur og aftur, en meö nýjum hætti. Því er þó ekki þannig fariö. Lífið sjálft, hugmyndirnar og alt það sem gefur lífsstarfi einstakra manna tilgang og stefnu endurnýjast—og þaö endurnýjast vegna þess aö nýmæli, sem geta varaö, eru til. Gallinn rnikli, sem vér Islendingar, og auövitaö aörir !íka, höfum í þessu tilliti, er úthaldsleysi aö fylgja fram sönnum ný- mælum, sem hafa skilyröi til lífs og þroska. Þau heilla oss um stundarsakir, en þegar fram í sækir dofnar áhuginn og sann- indin nýju, sem í fyrstu fyltu hugann, fara að veröa hversdags- leg og þreytandi. Andlegi jarövegurinn er hlýr og þroskar fljótt þau fræ, sern í hann falla, en hann er laus í sér, rætur festast ílla í honum; en góö rótfesta er skilyrði alls þess sem á að vera varanlegt. Af hverju stafar þetta óstöðuglyndi? Hvers vegna er þaö að svo rrargir hverfa frá stuðningi góðra rnála, þreytast á aö fylgja því sem í þeirra augum er þó satt og rétt? Eflaust stafar þaö af því, hvað ílla vér skiljum ennþá gildi allra samtaka og hvaö óþolinrnóöir vér erum meö aö bíöa eftir sýnilegum árangri þess sem vérgerum. Þjóöin hefir lifaö svo afar-lengi í strjálbygðum sveitum, samvinnulaus og ókunnug undramætti samtakanna í nrenningar- löndunum. Hún er nú fyrst að læra hvaö samtökin þýða. Atvinnuvegir hennar og lífshættir hafa verið þannig, að menn hafa ekki þurft að bíöa lengi eftir árangri starfs síns, hvort sem hann hefir veriö stór eða smár. Miklu lengur hafa menn orðið aö bíöa þar sem fyrirtækin hafa veriö stærri og atvinnuvegirnir margbrotnari. Vér berurn merki þessara kringumstæöna, og þau standa vexti og viðgangi margra góöra málefna fyrir þrifum. Vér þurfurn að læra í þessu efni, þurfum að læra aö beita kröftunum í sameiningu, þurfum aö læra að vinna stööugt og

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.