Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 11

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 11
HEIMIR 251 stofnun nefndarinnar. Margir prestar l}'stu því yfir, ad þeir heföu ekki krafist þess af unglingum, sem þeir byggju undir fermingu, aö þeir játuöu hinni postulalegu trúarjátningu. Jatho neitaöi aö taka nokkuö af því, sem har.n heföi haldiö fram, til baka, og vardæmdur, meö miklum meiri hluta atkvæöa, sekur um villukenningar, af dómnefndinni, tuttugasta og fjórða júnf síöastliðinn. Samkvæmt lögunum var liann sviftur embætti sínu, en nýtur hálfra launa. Vinir hans hafa skotið saman fé til aö bæta honum upp launamissir þann, sem hann varö fyrir og ráðstafanir hafa veriö geröar til þess aö hann geti haldiö áfram að prédika í Köln, án þess aö koma í bága við ríkiskyrkj- una. Sjálfur er hann ófáanlegur til að byrja nýja hreyfingu utan ríkiskyrkjunnar og hvetur vini sína til að vera kyrra í henni og vinna að útbreiðslu skoðana sinna innan hennar. Hver áhrif mál þetta kann að hafa ér ennþá ekki komið í ljós. Sá hlutinn, sem heldur fast við rétttrúnað ríkiskvrkjunnar. og það eflaust er all-mikill meiri hluti, virðist ætla sér að hreinsa til og útiloka þá frá prestsskap, sem hallast að frjálslyndi, því öðrum presti hefir nú verið stefnt til að svara vantrúar ákærum. Hversu mikið honum kann að verða áorkað meö þessari aðferö verður ennþá ekki séð, en mjög litlum vinsældum áhúnaöfagna yfirleitt, þykir víst næsta ofsóknarkend. Aftur á móti spáir tregða hinna frjálslyndari manna að yfirgefa rfkiskyrkjuna ekki vel fyrir þeim. Er hætt við aö tilraunir þeirra fái lítið svigrúm. Aö vísu miða þær í rétta átt, en með tímanúm, ef áfram er haldið, hlýtur þó að fara svo, aö þessir frjálslyndu prestar, með hálfum eftirlaunum frá ríkinu verði næsta atkvæðalitlir forvígismenn nýrra skoðana. Að ætla sér aö láta frjálsar trúarskoðanir vaxa í skjóli afturhaldssamrar, pólitískrar ríkiskyrkju er fremur dauf framsóknarstefna og ólíklegt aö gefist vel til lengdar.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.