Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 1

Heimir - 01.07.1911, Blaðsíða 1
VII. árganKur WlNNIPEG, 19 11. 11. blafl. Að gefast ekki upp. Ekkert nýmæli hefir nokkurn tíma náð útbreiðslu án fyrir- hafnar. Avalt hafa menn þurft að vinna fyrir málefni sín og fylgja þeim fram, til þess að þau efldust og útbreiddust. Því er líkt farið með nýmælin og hlut, sein settur er í hreyfingu af einhverju utanaðkomandi afli. Hreyfingin fer stöðugt minkandi og verður að lokum engin, nema að aflið, sem knýr hlutinn áfram, sé stöðugt jafnt. Þegar menn hætta að fylgja nýmælun- um fram, þegar menn þreytast að vinna íyrir þau, þá fer að draga úr útbreiðslu þeirra; hreyfingin hættir og kyrð kemur í staðinn. Mörg nýmæli fá skjótar viðtökur hjá oss Islendingum; því hefir verið viðbrugðið af ýmsum, og sumir hafa talið það ókost. I raun réttri er það enginn ókostur, því það að vér erum fljótir að taka nýmælum sýnir aðeins, að vér viljum kynnast sem flestu. Auðvitað verður ekki hjá því komist, að margt af nýmælunum, sem festa rætur hjá oss, verði ef til vill ekki eins uppbyggileg og menn ætla í fyrstu. Reynzlan leiðir oft í ljós að sumt það sem virðist vera nýtt er gamalt, búningurinn aðeins nýr. Sumt sem

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.