Heimir - 01.03.1914, Síða 12

Heimir - 01.03.1914, Síða 12
132 HEIMIR. P. Bjarnason sagði að útbreiðslumálanefndinni liefi ekki sést yfir það, að séra Rögnv. Pétursson væri ekki, nú sem stæði starfandi, og að það væri mikill skaði. En nefndin liefði ekki viljað að neinu leyti blanda sér inn í þau mál, sem gætu verið sérmál ein- stakra safnaða. G. Árnason sagðist álíta, að það eina sem kyrkjufélagið gæti gjört í þessu máli væri að fara fram á við séra Rögnv. Pétursson að hann tæki aftur upp Field Agent’s starfið, en hvaö snerti prests- þjónustu á Gimli, yrði það eðlilega að vera milli lians og safnaðarins þar. B. B. Oison lagði þá fram eftirfylgjandi tillögu:—Að þingið óski eftir að séra Rögnv. Pétursson haldi áfram sínu fyrra starfi sem Field Agent kyrkjufélagsins, með því sérstaka augnamiði, að bæta úr hinum brýnustu þörfum Gimli-safnaðar og einnig Nýja íslands og Saskatchewan að svo miklu leyti sem tími hans og kringumstæð- ur leyfa. Tillagan var studd af Ól- Péturssyni. Forseti sagðist álíta, að þessi tillaga gæti ekki komið til greina meðan nefndarálitið sjálft lægi fyrir. Séra A. E. Kristjánsson sagðist álíta að tillaga B. B. Olsorís væri óþörf, og málinu fullvel borgið eins og frá því væri gengið í nefndarálitinu. B. Pétursson gerði tillögu um að nefndarálitið væri samþykt. Tiliagan var studd af G. Guðmundssyni og samþykt. P- Bjarnason óskaði eftir að álit útnefningarnefndarinnar kæmi fram áður en gengið væri til atkvæða um tillöguna. Séra A. E. Kristjánsson sagði að í tillögunni væru ekki nógu skýrt sundurgreind mál kyrkjufélagsins og mál Gimli-safnaðar. B. B. Olson sagði að sér fyndist það ekki rétt á litið, og að engin ill eftirköst þyrfti að óttast af því, kvaðst reiðubúinn að ábyrgjast það. Forseti sagði að kyrkjufélaginu væri vafalaust ljúft að séra R. Pétursson yrði aftur Field Agent, en kvaðst fyrir sitt leyti ekki vilja að félagið samþykti neina tillögu um áskorun, sem gæti á nokkurn hátt komið sér illa fyrir hann í núverandi stöðu lians. Sagðist ennfremur álíta að félaginu væri gagn að starfi hans eins og það nú væri. Beiðni um þjónustu til Gimli safnaðar ætti að

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.