Heimir - 01.03.1914, Qupperneq 16

Heimir - 01.03.1914, Qupperneq 16
• 13« H K I A1 T K . Skrifararnir hafa eflaust verið fjölmennur og þýðingarmikiil flokkur, þvf lögbókin ákveður að einungis ritaðir samningar skuli liafa gildi. Hinar svo nefndu “samninga töflur” eru til í þúsundatali, og eru hinar helztu heimildir, sem vér höfum viðvíkjandi lífi hinna fornu Babýlon búa. Margar þeirra eru búnar til af konum; og af níutíu skrifara nöfnum, sem eru þekt, eru að minsta kosti tíu kvennmanna- nöfn; að öllum líkindum er hlutfallið þó miklu liærra. Allskonar mál frá glæpamálum niður til hjónabandssamninga voru útkljáð undir eiði fyrir dómstóiunuin. Sakamenn og ákærend- ur voru færðir fyrir dómarana. í öllum þrætumálum var síðasta úr- skurðarvaldið lijá koriunginum, og menn höfðu rétt til að áfrýja málinu til lians; liann er kallaður ahnáttugur og æðstur, en j>ó er sýnilegt að jafnvel hann gat ekkert gjört nema með samþykki prestavaldsins. Dómurum sínum til ieiðbeiningar samdi Hammúr- abi hina nafnkunnu lögbók sína (að nokkru leyti voru eldri lög notuð og nýjum bætt við) og gróf liana á steinstöpul. Steinstöpuil þessi, sem er úr dökkum grænsteini (díórít), er orðinn eins margumtalaður og Rosetta-steinninn;* hann hefir fund- ist á þcssari öld í jarðgreftri, sem franska stjórnin hefir látið gjöra þar sem Súsa, borg Persakonunganna fornu, stóð. Sannanir eru til fyrir því, að Elamítar fluttu steininn með sér frá Babýlon sem sigurmerki um árið 1,100 fyrir fæðing Krists. Steinninn er nú vand- lega geymdur f Louvre-safninu í Pai-fs. Hann er sléttur stöpull með óreglulega afsneiddum hornum og brúnum, hér um bil sjö feta hár og frá fimm til sex fet að þvermáli. Efst á framliliðinni hefir stykki verið liöggvið úr til þess að koma fyrir U]>phleyftri mynd af Hamm- i'irabi, þar sem hann stendur í návist sólguðsins, Shamasli. Að öðru leyti er alt yfirborð steinsins þakið með fleygletri, sem myndar raðir af stuttum dálkum og er framúrskarandi skýrt og vel höggvið. Stöpullinn var brotinn í jirent, þegar liann fanst, en það tókst að setja brotin saman svo vel að lítið sem ekkert af letrinu hefir farið forgörðum. Miklu meiri er skaði sá, sem elamítiski sigurvegarinn, sem tók steininn, iiefir viljandi gjört. Hann hefir skafið út fimm síðustu dálkaraðiimar á framhliðinni, með þeim ásetningi, er haldið, að höggva l>ar á frásögn um livernig steinninn var tekinn sem her- fang. Hér um bil þrjátíu og fiimn lagaákvæði hafa þannig tai>ast, en þrjú af þeim eru til á jafngömlum töflum, sem iögin voru ritið á, og sem eru geymdar í brezka safninu f Lundúnurn. Þar er einnig ágæt steypt ifking af steininuin sjálfum.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.