Heimir - 01.03.1914, Síða 18

Heimir - 01.03.1914, Síða 18
138 HEIMIR. arinnar skila aftur silfrinu, sem þrælakaupmaðurinn hefir borgað honum, og ambáttin skal vera frjáls.” Þetta fagra ákvæði er skemt með öðru, sem fyigir rétt á eftir, og sem leyfir skulunaut að lána konu sína eða barn, sem ábyrgð fyrir skuldinni, í briggja ára bjón- ustu. Hó getur faðir, sem gjörir hjúskapar samninga fyrir hönd dótt- ur sinnar, skuldbundið þann sem giftist henni til að láta liana aldrei af hendi við neinn lánardrottinn. Hins eldra siðar, að menn rændu konum til að giftast þeim verður hvergi vart, og hjónabandssamningar eru þýðingarmikið atriði í hinum babýlonisku lögum. Margar töflur, sem þess lconar samningar liafa verið skráðir á, hafa fundist, og er þar nákvæmlega skýrt frá brúðarverðinu, sem föður hennar var borgað, heimanmund- inum, ákvæðum um arftöku barnanna og mörgu öðru. Oft er gefin ábyrgð fyrir meydómi brúðurinnar. Eignir, sem eru ánafnað- ar konunni um leið og hún giftist, tilheyra henni upp frá því. Hún má aldrei skiija við sig heimanmundinn. Hún má ánafna börnum sínum alt á hvern hátt sem hún vill, en henni er bannað að gefa öðru ættfólki sfnu nokkuð. Deyi hún á undan manni sínum gengur heimamundurinn til barna hennar. Ef liún deyr barnlaus er bæði heimanmundinum og brúðarverðinu skilað aftur til föður hennar; stundum virðist að tengdafaðirinn hafi skilað brúðarverðinu aftur um ieið og giftingin fór fram, ef til vill til þess að koma fótum undir ungu hjónin í búskapnun. Maðurinn er skyldaður til að ieggja konu sinni til “sonar-hlut” tií hennar eigin þarfa, en ánafni hann henni ekkert meira, verður heimanmundur hennar sérstök eign hennar; þó verður ekki séð hvaða verulegt gagn hún hefir liaft af því, þar sem henni er ekki ieyft að skilja heimanmundinn við sig, sem einungis getur þýtt að eyða honum. » Lögin viðvíkjandi hjákonum eru frcmur óljós. Hjákonunni fyigdi bæði brúðarverð og heimanmundur, og hlýtur hún að hafa verið nokkurskonar óæðri kona, en þó ekki endilega af lægri stigum en maðurinn. Ef fyrsta konan var barnlaus, mátti maðurinn giftast annari, cn það er skýrt fram tekið að henni beri ekki sama tign og aðal-konunni. önnur gifting var að líkindum til þess ætluð að maðurinn eignaðist skilgetin börn til að erfa sig. Einnig virðist að konan hafi mátt, ef liún vildi, koma í veg fyrir aðra giftingu með þvi að gefa manni sínum ambátt, og urðu þá börn ambáttarinnar lög- legir erfingjar; en ef ambáttin fær liégómiegt sjálfsálit vegna stöðu

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.