Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 20

Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 20
140 H E I M I R . Ef gift kona er mahui sínum ótrú, skal bæði hún og elskliugi hcnnar “bundin og þeim' kastað í vatnið"; en ef maðurinn fyrirgefur. konu sinni og tekur liana til sín aftur, má konungurinn náða elsk- liuga hennar. Ef maður hefir tekið unnustu annars manns “með valdi”, “skal hann drepinn,” en stúlkan skal talin saklaus. Kona, sem er ranglega sökuð um ótrúmensku af manni sínum má sverja að iiún sé saklaus og fara aftur lieim í sitt liús (foreldra hús). Sér- stök ákvæði eru til viðvíkjandi konum fanga- Ef slík kona, sem liefir nóga fæðu, fremur skírlífisbrot, skal henni drekt í liegningar skyni, en liafi liún orðið að bola liungur, hvílir engin sök á henni; eignist liún börn með manni þeim, sein hún tekur saman við, skal hún skilja ]>au eftir lijá honum, þegar hún fer aftur til manns síns. Karimaður gat skilið við sig konu sína, cða lijákonu, ef hún fæddi honum ekki afkvæmi; eða að því er virðist fyrir alls enga sök. En skila varð hann aftur hcimanmundi liennar, eða, er hún hafði engan heimanmund, sjá henni fyrir lífeyri. Konan lieldur ávalt börn um sínum og faðir þeirra verður að leggja lienni til nægilegt fé þeim til uppeldis. Þegar börnin eru fullvaxinn fær hún “sonar-lilut” og er frjálst að giftast aftur. Ef liún eignast börn með báðum mönnum, þá skiftist lieimanmundur hennar jafnt milli ailra barnanna, er hún deyr. Meðal orsaka þeirra, sem gefa konunni rétt til skilnaðar, eru “útganga” mannsins, sem álitið er að þýði að liann sé konunni ótrúr, og “að lítillækka konunna" sem ekki er nákvæmlega ljóst livað þýðir; ef til vill þýðir það líkainlega misþyrmingu. En ]>að er augljóst að framkoma mannsins á að takast til greina í hverju skilnaðarmáli. Kona, sem hefir fengið óvild á manni sínum og neitar honum um sambúð við sig og hefir “snúið andliti sinu frá honum” gctur sóft um skilnað. Ef afleiðingarnar af rannsókn dómarans voru lienni í vil, og það sannaðist að hún væri saklaus, þá vann liún málið, og gat tekið heimanmund sinn og farið aftur til forcldra sinna; en ekki gat liún lieimtað lífeyri. Ef það sannaðist að hún hefði verið manni sínum ótrú, var farið með hana eins og hórkonu, henni var drekt. Ef ekki var um þesskonar brot að ræða, en hún liafði verið slæm kona, “sek um óhóf og eyðsiusemi á heimili sínu og skylduvanrækslu gagnvart manninum,” var manninum, að því er virðist, gefið í sjálfsvald að fara með iiana eins og honum þóknaðist; liann gat skilið við hana tafarlaust, eða niðurlægt hana

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.