Heimir - 01.03.1914, Page 22

Heimir - 01.03.1914, Page 22
142 HEIMIR. vínbúð og neyti vfns, þá skal hún brend. 1 musterinu var ofurlítið félagsiíf út af fyrir sig, og þar sem einlífi er ekki nefnt á nafn, er gjört ráð fyrir að sumir prestanna hafi verið kvæntir menn. IÞað er álitið að kvennprestarnir hafi skifst í sex flokka eftir metorðum, og að í fjórum flokkunum hafi verið eingöngu giftar konur. í æðsta flokknum voru hefðarfrúr- 1 þeim næsta voru ógiftar konur, sem helguðu sig musterislífinu, og bjuggu, eins og nunnur síðari tíma, í klaustri, er þær áttu sjálfar, og liöfðu abbadís yfir sér. Kona úr þessum flokki gat gifst og yfirgefið klaustrið, en hún varð að halda meydómsheit sitt og útvega manni sínum hjákonu ef hann vildi hafa fjölskyldu. Ástæðan fyrir þessu óvenjulega ákvæði hlýtur að hafa verið hinn mikli mismunur sem sýnilega var á stöðu giftrar konu og ógiftrar. Ef stúlka var munaðarlaus, gat liún varið sig fyrir illu umtali með því þannig að komast í stöðu giftra kvenna; og þeirri stöðu fylgdi einnig meira frelsi. I enn öðrum flokki unnu ailar kon- uv skíriífisheit og máttu ekki giftast, og kom oft fyrir að heldri konur úr þessum flokki tóku stúlkur í fóstur til að annast sig í ellí og taka arf eftir sig. Þegar stúlka gekk í þessa stöðu, fékk hún heimanmund, og ef heimanmundurinn var fasteign, gat hún látið bróður sinn eða hvern sem hún tilnefndi annast hann eftir dauða föðurs síns, en hvorki mátti hún selja eða gefa eign sína; frjáls var hún samt að ánafna hana eins og henni þóknaðist, og ekki gat bróðir hennar gjört neitt tilkall til eignarinnar. Einn flokkur kvennprestanna voru liofskækjurnar, og eru viss ákvæði í lögunum viðvíkjandi uppeldi barna þeirra, sem enginn kannast við. Þetta virðist benda á að reglubundinn saurlifnaður hafi átt sér stað inn- an vébanda mustersins. Þótt Hammúrabi væri vitur konungur, hefir hann skilið eftir mörg atriði óútkijáð í hinni merkilegu lögbók sinni. Þar er sýni- legt að liann hefir reynt að sjá við öllu, en ekki getað það. Til dæmis má nefna það, að ekkert er sagt um hvað verða skuli um börn manns, sem yfirgefur konu sína. Lögin eru afar ströng; enginn millivegur í neinu; það eru engar vægar hegningar í þeim, ekkert miskunnarfyllra fyrir konur en það að brjóstin séu skorin af þeim. Og, að endingu, hvar var rúm í þjóðfélagi, sem var stjórnað eftir þessum iögum, fyrir hin Babýlonisku kvennréttindi, sem svo mikið er talað um.? Tilheyra þau öðru tímabili, eða eru þau aðeins á- vöxtur æstrar ímyndunar hjá þeim, sem eru á móti kvennréttindum á þessum síðustu tímuin.?

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.