Heimir - 01.03.1914, Qupperneq 24

Heimir - 01.03.1914, Qupperneq 24
144 H E I M I R . sér vœri níðingsverk. Og því síður er skiljanlegt, hvers vegna Þýzka- iand tekur tii vopna og ræðst á Frakkiand. En ]>að er ekki nýtt að næstu tiidrögin að stórum stríðum eru smá og að önnur meiri til- drög iiggja hálfhulin á bak við. Svo var ]>að í ófriðnum mikla milli Erakka og Þjóðverja 1870. Deiluefnið, sem stríðið reis út af var ]iað að Frakkar vildu ekki að maður af Hohenzollern-ættinni sæti í hásæti Spánar. Og þegar sá sem liásætið var boðið neitaði að taka boðinu kröfðust |>eir, að Þjóðverjar lofuðu að cnginn af þéirri adt skyidi uin aldur og æfi verða konungur á Spáni. En ]>etta var ekkert annað en hinn venjulegi fyrirsláttur stjórnmálamannanna.Ra- l>óieon þriðji, sem þá var konungur Frakklands vildi leggja út í stríð til ]>ess að reisa við orðstír sinn, sem var í hnignum. Hann liélt að sér væri óhætt á móti Prússum, en |>ar skjátlaðist lionuin, og í þeim ófriði liiðu Frakkar þann ósigur, sein ]>eir hafa enn ekki gleymt. Hin dýþri tildrög til stríðsins, sem nú stendur yfir, er að finna í afstöðu Norðurálfuþjóðanna hverrar gagnvart annari. Það er naumast rétt á litið að hervaldsflokkurinn á Þýzkalandi með keis- arann í broddi fylkingar sé einn valdur að ófriðinum. Að vísu er sjálfsagt vafasamt, hvort l>etta stríð liefði átt sér stað, ef sá flokkur væri ekki jafn voldugur og liann er; en flokkurinn er ekki það sem hann er að ástæðulausu. Afstaða þjóðanna, sem taka þátt í stríð- inu—afstaða, sem á rætur í sögu þeirra á undanförnum öidum, er þannig, að ekki þurfti nema lítilsháttar misklíð til þess að til ófrið- ar drægi, meðan friðarhreyfingin var ekki nógu sterk til að mega sín betur en hervalds-andinn; og enn er langt frá því að svo sé. Slavneski þjóðbálku'rinn í austurhluta Norðurálfunnar hefir um iangan aldur verið í uppgangi. Veldi Rússa hcfir stöðugt farið vaxandi síðan á dögum Péturs mikla- Þjóðverjum og þýzka hlut- anum í Austurríki hefir lengi staðið ótti af þei-m vexti; og sérstak- iega af þeirri hreyfingu meðal siavnesku þjóðanna: Rússa, Serba o.fi. sem pan-slavísmi nefnist, og sem á íslenzku mætti ncfna allsherjar yfirráð Slava. Hreyfing ]>essi var upprunalega liókmentalegs eðlis, þó undarlegt megi virðast, og þýddi l>að að allar slavnesku ]>jóðirn- ar sameinuðu sig með einu bókmentamáli. En með tímanum fékk hugmyndin pólitiskan tilgang og nú er það allútbreidd skoðun meðal slavnesku ]>jóðanna að þær geti orðið sameinaðar í eitt stórt heimsveldi, sem geti boðið öllum byrginn. Þessi liugmynd er auð- vitað ekki liættulaus fyrir Austurríki, því alhnikill hluti landsbiía

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.