Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 25

Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 25
H E T M T R . 145 tilheyra slavneska hjóðbálknujn. Og fyrir Þýzkaland or hún heldur ekki hættulaus, þvf þar sem það er umkringt af sjö löndum cru mjög voldugir nábúar líklegir til að geta reynst hættulegir. Lengi hefir legið við að í ófrið slægi milli slavnesku og germönsku þjóð- anna. Þegar Austurríki svældi undir sig smáfylkinu Bosníu og Herzegovínu fyrir nokkrum árum, liefði vafalaust orðið stríð út af því, ef Rússar hefðu l>á ekki veriö svo eftir sig eftir viðureignina við Japana, að þeir treystu sér ekki í stríð. í hinum löngu óeyrðum á Balkanskaganum liafa Rússar stutt slavnesku þjóðirnar af öllum mætti og bæði Austurríki og Þýzkaland liafa litiö hornauga til þeirra aðgjörða. Árás Austurríkis á Serbíu nú var að líkindum aðal- lega til ])ess gjörð að hnekkja uppgangi Slava, og hertoga morðið var notað sem átylla. Þjóðvcrjar liafa verið í bandalagi með Aust-. urríkismönnum síðan skömmu eftir ófriðinn 1866, cr Bismarck •sættist við þá til þess að styrkja Prússland í því áformi að verða "öndvegisþjóð og sameina Þýzkaiand. ítaiía var ln-iðja ríkið í hinu svo nefnda þríveldasambandi (triple alliance). Austurríkismenn lögðu út í stríð við Serba með Þjóðverja að baki sér, og eflaust mcð þeirri vissu að ])eij- mundu hjálpa sér. En fyrir vestan sig áttu Þjóðverjar svarna óvini, Pi'akka, og á móti þeim urðu þeir fyrst að snúast- Það ætluðu þeir að gjöra skjótlega með því að koma lier sínum í gegnum Belgíu, sein með aiþjóðasamningi er hlutlaust iand og ekki má fara yfir á ófriðartímum. Þjóðverjar rufu ]iann samning ■en ])á skárust Englendingar í leik, sem með Frökkum og Rússum standa í öðru þríveldasambandinu (triple entente). Náttúrulega stendur Englendingum liætta af Þjóðverjum, ef ]>eir ná undir sig Belgfu og Hollandi og lama Erakkland. Auk þess eru England og Þýzkaland mestu iðnaðarlöndin og keppa um heimsmarkaðinn fyrir afurðir sínar. Þjóðverjar hafa litið öfundaraugum til hins mikla nýlenduveldis Breta run heimirin, og fyrir nokkrum árum lú við að stríð yrði milli þeirra, sem ]>á hefði eflaust dregið hinar bandasþjóðirnar inn í allsherjar ófrið. Svona standa sakirnar. Gamlai' deilur og metriaður um önd- vegiö í heiminum eru hin dýpri tildrög til stríðsins. Þessi tildrög sjást þegar faiið er að líta yfir sögu og afstöðu þeirra ])jóða, sem í stríðinu eiga. Þríveldasamböndin tvö, sem álitið er að lengi hafi ,myndað jafnvægið í Norðurálfunni, er kæmi í veg fyrir stríð, var í xaun og veru engin trygglng fyrir friði. Þjóðirnar og stjórnir þeirra

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.