Heimir - 01.03.1914, Síða 26
146
HEIMIR.
óska eftir friði þegar friður er þeim 1 hag og þegar J»ær sjá sér ekki
fært að leggja út í stríð. En þegar til þess kemur, að mögulegt er
að ná nýjum auðsuppsprettum á sitt vaid eða færa veldi sitt út,
hvað þá ef hætta vofir yfir, er óðara búist til bardaga. Hjá öllum
þjóðum virðist það rótgróin sannfæring fjölda margra, að þjóðar-
heiðurinn verði ekki varinn með öðru en vopnum- Sú þjóð, sem sé
ekki stöðugt við því búinn, að senda þúsundir á vígvöll verði að láta
sér lynda að skipa hinn óæðri bekk meðal þjóðanna. Og náttúr-
iega styrkir hver yfirvofandi ófriðarhætta þessa sannfæringu. Þessi
flokkur, sem hygst að byggja heiður og veg þjóðarlnnar á liernaðar-
styrknum er hlutfallsiega fjölmennastur og hefir mest áhrif á Þýzka-
landi. Uppgangur Prússlands frá því í byrjun átjándu aldarinnar
og sameiningar hinnar þýzku þjóðar undir leiðsögn þess fyrir rúmum
fjörutíu árum liafa eflt þann flokk og fengið honum yfirráðin. Sá
flokkur er ávalt fús til ófriðar; herforingjastéttin frægðarinnar vegna
og auðmannastéttin hagnaðarins vegna. Náttúrlega fylgir öll þjóðin,
þegar út í hættuna er komið, því enginn innbyrðis ójöfnuður eða
sundurlyndi getur orðið sameiningu til fyrirstöðu, þegar þjóðartil-
verunni er hætta búin utan að.
Þjóðverjar hafa lagt út í þetta stríð í þeim tilgangi að styrkja
veldi sitt enn betur, og, að líkindum, til þcss að bægja frá sér hættu,
sem þeir óttast frá hinum slavncska þjóðbálki. Enginn vafi er á því
að þeir hafa ýtt undir Austurríkismenn og iagt sjálfir af stað vegna
þéss að þeir liafa álitið tímann hentugan til að koma áformi, er þeir
hafa iengi haft fram. Að þeir réðust fyrst á Frakka kemur til af því
að þeir þóttust vissir um að Frakkar sætu sig ekki úr færi með að
koma hefnduin fram fyrir ófarirnar 1870-71, sem lika er áreiðanlegt að
þeir liefðu ekki gjört. Afstaða Erakka og Belgíuinanna í stríðinu er
sú að verja sig, og fyrir Frökkum vakir eðlilega að hefna harma sinna
og smánar er þeir hafa borið lengur en fjörutíu ár. England var með
samningum bundið og varð að taka þátt 1 stríðinu, bæði vegna
Frakklands og Belgíu. Þar að auki er England sjáift í hættu statt,
því hið víðlenda brezka ríki er þannig stofnað, að lieild þess er trygg
meðan Bretland er máttugt á sjónum. Rússar liafa eflaust það í
hyggju að geta teygt sig lengra vestur á bóginn. Er ekki ólíklcgt að.
allri Norðurálfunni stafi einhvern tíma hætta úr þeirri átt. Hvort
sem um sókn eða vörn er að ræða, eru allar hinar stríðandi þjóðir að
sækjast um hið sama, að skipa öndvcgissætin í heiminum.