Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 30

Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 30
H E I M r R . KO Einkennileg lækninga-aðferð. Meðal alóupplýstra þjóðflokka er sú trú, að illir andar séu valdir að sjúkdómum í mönnum og dýrum mjög útbreidd. Aðferð villimannaflokks eins á eynni Borneo við að lækna sjúkdóma er lýst þannig: Þegar læknirinn (særingarmaðurinn) hefir fengið fulla vissu um hverskonar andi sé valdur að sjúkdómnum fer hann heim til sín og tekur bút af sagopálmatré, sem iiann teglir til í líkingu við and- ann, sem þjáir sjúklinginn. Líkneskið er svo stundum látið inn í lítið hús eða bát, sem er gjörður fyrir það. Herbergi sjúklingsins er skreytt með marglitum dúkum, pálmablöðum og laufum 1 líkingu ýmsra liluta, sérstaklega fugla. Róla er búin til úr tágum og tengd með lauffléttinguin við liúsið eða bátinn, sem andalíkneskið er í, til þess að andinn geti komist þangað eftir að særingamaðurinn hef- ir stefnt honum í róluna. Nú setjast menn í róluna, liver á eftir öðrum og sveigja sig og beygja á allan mögulegan hátt eftir liljóð- falli frá bumbum, sem eru barðar á bak við þá. Særingarmaðurinn sest svo sjálfur í róluna og raular fyrir munni sér í tilbreytingar- lausum róm gömul særingarljóð. Efnið í þeim er það, að biðja andann að koma ofan og taka sjúkdóminn út úr líkama sjúklings- ins. Særingarsöngurinn er stöðugt endurtekið ákall til andans, sem samkvæmt trúnni, færist nær, og að síðustu er talað til hans eins og hann væri inni í húsinu. Að lokum fellur særingarmaðurinn úr rólunni og iiggur sem meðvitundarlaus. Þegar liann raknar við gengur liann að sjúklingnum, þylur særingar, kastar í kring um sig hrísgrjónum og veifar blómi yfir sjúklingnum. Þegar enginn er í rólunni er blómið látið iiggja f lienni. Þegar særingarnar hafa gengið eins lengi eins og þörf þykir, er sjúklingurinn sjálfur settur í róluna, og þegar að særingarmaðurinn segir að andinn sé kominn fer hann og sjúklingurinn í bátinn eða liúsið. Særingarmaðurinn spýtir legi af betel-linotum á líkneskið og hellir yfir það vatni, siðan skvettir hann dropum af vatninu á líkama sjúklingsins og raular um leið særingaiimlurnar. Næsta dag er farið með líkneskið, sem er skreytt með blómum, ásamt hrísgrjónum og annari fæðu, að á eða

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.