Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Síða 3

Muninn - 01.03.1978, Síða 3
Listaskildin Ifótu. í 6. bekk félagsfræðideildar hefur gætt nokkurrar tilhneig- ingar hjá mönnum til að tjá tilfinningar sínar í bundnu máli . Af því hefur sprottið spánný lína i íslenskri ljóðagerð, þar sem göm- ul form ferskeytlunnar og aðrir bragarhættir eru hin ytri umgerð, en veita þó efninu ekki meira aðhald en svo að þar sem tilfinninga- bylgjurnar rísa hæst, rofna skörð í hin sígildu ljóðform. Hér verða birt nokkur afsprengi þessarar nýju hreyfingar í ljóöagerð og eru menn minntir á að líta þessa nýju list gagnrýn- andi augum því stundarhrifning leiðir ekki af sér þann skilning sem nauðsynlegur er til að ný listform séu krufin til mergjar og þeim markaður bás meðal annarra andlegra verðmæta. Að áliðnum sögutíma, dag einn í nóvember fékk eitt skáldið ekki hamið hvatir sínar til kvenþjóðarinnar. Horfði fyrst til vand- ræða, en um síðir tókst honum að beisla tilfinningar sínar og veita þeim framrás á lítt áberandi hátt: Ó, þú hjartans ástin litla ó, hvað ég vildi við þig fitla. Ef þú vissir hvernig mér liði. Ég er sem kú með hníf í kviði. Næsta vísukorn varð til við svipaðar aðstæður, nema höfundi vafðist tunga um tönn i íslenskunni og varð því að grípa til fram- andi tungumáls: Go to hell You girl I loved before. Go to the locomotiv, and get late by the train. Eftirfarandi visa varð einnig til í sögutíma, en í stað hins harmþrungna tóns vottar nú fyrir húmorísku ívafi: Abba labba lá, má ég sofa þér hjá? Iggi liggi lí, hefur þú nokkuð á móti því? Enn verður íslenskan sköpunarþrá höfundar fótfjötur: Frh bls. 32. 3

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.