Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1978, Page 5

Muninn - 01.03.1978, Page 5
íslandi, SÍS. Það er "tvímælalaust jákvæður þáttur" og "eykur lík- urnar á sósíalisma á íslandi" að samvinnuhreyfingin skuli vera svona sterk. (Sjá t.d. stefnuskrá Alþýðubandalagsins). b) Við stjórnarsetur AB/SÓs. hefur samvinna verkalýðshreyfingar- innar við ríkisvaldið aukist mjög. Forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar hafa fengið stöður í ríkiskerfinu og jafnvel ráðherra- stóla. Jafnframt hefur verið unnið að því að færa allt vald í verkalýðshreyfingunni frá hinum almennu félögum verkalýðsfélaganna og á hendur þessara forystumanna verkalýðshreyfingarinnar, sem hafa nú beina hagsmuni af því að almennt verkafólk sé ekki of virkt í eigin baráttu. Það gæti raskað stöðu þeirra sjálfra í ríkiskerf- inu, og afhjúpað að þeir hafa nú sömu hagsmuni og aðrir auðherrar á íslandi að kaup verkafólks sé ekki of hátt. Kjarabæturnar hafa verið eftir þessu. Eftir febrúarsamningana 1974 tók vinstri stjórnin þá úr gildi með því að fella gengi og taka vísitölubætur á laun af verkafólki. Eftir það hófst tímabil þar ,sem kjör launa- fólks versnuðu stöðugt, og sér enn ekki fyrir endann á því. c) Herinn situr enn á Miðnesheiði. d) Landhelgin var færð út, fyrst í 12 mílur 1958, svo í 50 mílur 1972. Ekki var mikil reisn yfir þessum útfærslum, t.d. var samið í síðara skiptið um 130.000 tonna veiðiheimild fyrir Breta á of- nýttum fiskimiðum okkar. Innlend rányrkja hélt áfram og jókst við skuttogarakaup vinstri stjórnarinnar. Þannig sjáum við að Alþýðubandalagið hefur síður en svo unnið að því að bæta hag verkalýðs eða vinna að því að sósíalismi verði að veruleika á íslandi. Það hefur þvert á móti verið í fararbroddi við að styrkja auðvaldsframleiðsluna og slæva baráttu verkalýðs fyrir eigin hag Hin hörðu viðbrögð Alþýðubandalagsins við nýjustu efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar fá kannski einhvern til að halda að það hafi nú loksins tekið upp stefnu verkalýðnum í hag. En at- hugum málið betur. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn og forystu- menn ASÍ,BSRB og annarra alþýðusamtaka segjast hafa tekið harða afstöðu gegn kjaraárásum þessum. En fyrir því eru aðrar ástæður en að þessir flokkar og samtök beri hag alþýðunnar fyrir brjósti. Hinar raunverulegu ástæður eru þessar: a) Þrýstingur er orðinn mikill frá verkafólki sem er orðið lang- þreytt á stöðugum árásum á kjör sín og vill fara út í harða kjara- baráttu. b) Kjaraskerðingin er víðtækari en svo að ASÍ og AB foringjarnir treysti sér til að verja þær gagnvart launafólki sem "þjóðhags- lega nauðsynlegar". í staðinn hafa þeir bent á aðra leið sem leiðir á annan hátt til mjög svipaðrar niðurstöðu, þ.e. bjargar auðvaldinu út úr kreppunni sem það er í. Framhald á bls. 36. 5

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.