Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 9

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 9
G@RE)Í@N ÖRSTUTT ÆVIÁGRÍR "Það er ást á götuhornunum", sagói gamla konan og hryllti. "Ég held það sé í lagi", sagði bóleraður töffari og small á henni leðurklætt lærið. SÚ gamla gaggaði og rölti inn í nærtækt bakarí. Á virkum dögum ganga tvær stéttir um og horfa. Eru, tala við sjálfar sig og aðra, þegja, ganga hægt og hratt, rölta. Það er gamla fólkið á hægri vængnum og unga fólkið á hinum. FÓlk. í miðj- unni er ekki fólk, heldur þeir sem vinna, - hlaupa. Menn eru ung- ir og rífa kjaft, fara síðan að vinna með bremsuför í sálinni, verða gamlir og krafsa kargir í bremsuförunum. Deyja að lokum úr of stórum ævikirtli. 1 jaðri vinstri vængsins, rétt um leið og menn hætta að vera til, er hugsjónasvelgurinn. Þar erum við al~ veg að gufa upp og út úr okkur. Það er að koma skip. Þetta er ekki fyrsta skipið í heiminum en með þessu skipi er söguhetjan okkar að koma. Daglaukur Bandar, maðurinn sem öllu vildi breyta og gat það jafnvel. Hann byrjaði að beita sér fyrir sálrænni lausn vandamálanna sem virtust einkum vera ríkjandi hér hjá okkur og það í töluverðum mæli. Margir, reyndar flestir, biðu hans með óþreyju. Meirihlutinn hafði tölu- verðan skelk en nokkrir töldu að Daglaukur myndi litlu áorka frek- ar en aðrir sem á þessum málum höfðu snert. Flestir voru þó sam- mála um að ef einhver fengi einhverju breytt, þá væri það Daglaukur, þetta væri atorkumaður til allra verka og þá sérstaklega á sálræn- um sviðum. Frh. bls. 33. 9

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.