Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1978, Side 18

Muninn - 01.03.1978, Side 18
BLAORAN þANDI TROLLIÐ Mióvikudagur: Að baki voru indælir dagar, með útiveru, háfjallasól og skíða- iðkunum, en sumardagurinn fyrsti á morgun. Dagurinn sem allt hafði snúist um, dagurinn sem við höfðum miðað timatal okkar við, var framundan. Um þetta snerust víst hugsanir okkar flestra í 15000 feta hæð á leið suður yfir heiðar til höfuðborgarinnar. Menn voru almennt alvarlegir og þögulir. Við og við opnuóu gárungarnir þó munninn til að fá útrás fyrir taugaspennu og stress i lélegum brandara, sem engum öðrum en þeim sjálfum datt i hug að hlæja að. Um 9-leytið var svo lent i Reykjavik. Eftir allsnarpar um- ræður var ákveðið að hittasl á Esjubergi kl. hálfellefu morguninn eftir og halda þaðan til Hafnarfjarðar, þar sem leikurinn skyldi fara fram klukkan 2. Allt fylliri var að sjálfsögðu stranglega bannað og Stjáni hafði meira að segja fengið pabba hans Sigga i lið með sér til að passa upp á strákinn. Af þeim sökum urðu engin vandræði. Eins og til var ætlast mættu allir stundvislega kl. 10 ° á Esjuberg. Einhverjir létu þó biða eftir sér og sá siðasti kom 37 minútum of seint. ÞÓtt menn söknuðu sárt Elinbjargar var hraustlega tekið til matar sins. Að visu neyddist Ingvi til að éta kjúkling, þar sem lifrabuff þekktist ekki á matseðlinum. En þar sem Ingvi er maður nægjusamur, olli þetta ekki vandræðum. Þegar allir höfðu troðið hraustlega i sig, var haldið til Kapla- krika, en þar átti úrslitaleikurinn að fara fram. Þangað vorum við mættir á hádegi, en leikurinn átti að hefjast klukkan 2. Að visu runnu fjórar grimur á mannskapinn i strætisvagninum, þvi enginn vissi hvar út skyldi stigið. En heimsborgarinn Guðjón Ingvi er ýmsu vanur og lét þetta ekki á sig fá, heldur arkaði til bilstjórans og spurði til vegar. Kunnum við honum okkar bestu þakkir fyrir. Eftir umræður og upphitun, hina frægu Jenka upphitun, lákum við, 11 taugaveikibræður, inn á leikvanginn við dynjandi lófatak '"’rfárra skagfirskra sveitavarga, er mættir voru til að hvetja sina menn. 18

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.