Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1978, Page 20

Muninn - 01.03.1978, Page 20
Tvær breytingar voru gerðar í seinni hálfleik. Bári skipti við Sigga og Kalli við Helga. Heyrðust þá félagar Helga í punkinu lirópa hástöfum: "What ever happened to the hero?".' Og loksins f'Or dómarinn að líta á klukkuna. Spjalda-Örn hafði að sjálfsögðu I ft-ngiö sinn skammt þegar dómarinn lyfti því gula, og Óttar var orð- inn sýnu minni, hafði enda hlaupið gífurlega allan leikinn. Loks- ins flautaði dómarinn; leiknum var lokið. Palli og Biggi féllust i 18 faðma fyrir sunnan miðlínu. í sigurvímunni heyrðust hin gömlu slagorð ungmennafélaganna. Hinn dyggi málsvari þeirra, Lalli, orgaði linnulaust "íslandi allt" og þegar hinn fáskrúðugi sveinn, Jón Viðir, rumdi í gegnum Aust- fjarðaþokuna um ræktun lands og lýðs án þess að skammast sín, sá Helgi dan sér ekki annað fært en að afhenda bikarinn og stinga þar til gerðum 60-karata gullmedalíum í barm sárþreyttra og ánægðra leikmanna ÍMA. En skauplaust skal sagt: Leikurinn vannst á 80 mínútna baráttu, vörnin var sterkasti hluti liðsins, og þáttur Einars í markinu verður seint til fjár metinn. í stuttu máli: ÍMA-Ármúlaskóli 1:o (l:o) Áhorfendur fjölmargir. Mörk. Sigurjón Magnússon eftir stórglæsilega sendingu frá Helga Indriða. Hinir skoruðu ekkert og aðrir minna. Gult spjald: Spjalda-Örn (marka Örn) Rautt spjald: Ekki Helgi ss^enginn. Hér látum við staðar numið. Leppur, Skreppur og Leiðindaskápur. 20

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.