Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1978, Qupperneq 23

Muninn - 01.03.1978, Qupperneq 23
» c*> LIF. Þaó er maður á götuhorninu aó tala við sjálfan sig. Litið far myndast á öðrum handleggnum á honum og hann tekur það af. Það eru skip að sigla út úr höfninni og önnur að koma i staðinn. Menntamennirnir eru montnir og plássið er orðið of lítið fyrir þá. Margir þeirra eru farnir, sumir eru jafnvel dánir. Ein og ein kría flögrar um og það er ekki laust við að þær skammist sín. Bátarnir i fjörunni elskast, loðn- an er horfin og sumir bátanna fara i felur. Er ekki gaman að vera til? Við sem ennþá erum lifandi heilsum hver öðrum, spyrjum frétta af okkar nánustu og erum jafnvel glöð þegar okkur er sagt frá gamalli konu sem dáið hafði um morguninn. LÍfið er svona, svona voðalega skrítið og við höldum áfram að heilsast og vera til. Ef við reynum að brosa koma tár undan augnlokunum og gamalmenni hrasar í ófærðinni. Stundum nemur tíminn staðar og hættir að brosa. Menn eru farnir að hafa það á orði að þetta sé ógeðfelldur heimur en... Á litlum og fáförnum vegi varð banaslys. Ungur maður ók bifreið á ofsahraða á brúarstólpa og lét við það lífið... Aumingjar segir kaupmaðurinn og salan i síðdegisblöðunum eykst. Meðan á þessu stendur heldur gamall maður á götuhorni áfram að tala við sjálfan sig. Spaði Ásgeirsson. 23

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.