Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1978, Qupperneq 25

Muninn - 01.03.1978, Qupperneq 25
kerfisins. Þeir eru sagðir vera einhvers konar millistig milli alhliða grunnmenntunar og sérhæfðs háskólanáms. Hlutverkatog- streita innan skólanna hefur orðið augljós á siðustu árum. Hvorn fótinn á að stíga í? Venjulega hefur grunnmenntunin orð- ið ofan á. Ástæðan er sú að grunnskólinn sinnir alls ekki lág- markskröfum um alhliða menntun. Helsta hlutverk hans nú á dög- um er að vera geymsla fyrir börn og unglinga, framhald vöggustofa og leikskóla. Kennslan sem þar fer fram verður æ innihalds- minni og sifellt er slakað á kröfum um ástundun og árangur. Fáir þeirra sem nú útskrifast úr grunnskóla virðast hæfir til að takast á við sjálfstæð, afmörkuð verkefni. Forsendur sérhæf- ingar eru ekki fyrir hendi. Ef heldur sem horfir geta nýju fram- haldsskólarnir ekki orðið annað en framlenging grunnskólans þar sem sinnt verður ítroðslu almennra þekkingaratriða svo sem staf- setningar, lesturs eða hvað reikistjörnurnar í sólkerfinu heita. Þessi stefna gengur að mínum dómi í þveröfuga átt. Dagar fjölfræðinganna eru taldir. Það er ekki vel með tímann farið að eyða árunum fram að tvítugu í að innbyrða léttmelt samræmt námsefni á þululærdómsstiginu og ætla svo að verða sérfræðingur. Eftirfarandi hugmyndir mínar um breytingar á námsfyrirkomu- lagi i Menntaskólanum byggi ég á þeirri staðreynd að slikar kennsluaðferðir ganga ekki til lengdar ef við íslendingar ætlum ekki að dragast langt aftur úr öðrum þjóðum. Við megum ekki lítillækka menntaskóla og gera þá að dægradvöl. Breytum þeim heldur úr endurhæfingar- og upprifjunarstöð fyrir grunnskólanema í stofnanir sem kenna fólki að vinna sjálfstætt að hugðarefnum sinum. Það er hinn rétti undirbúningur fyrir sérhæft háskólanám. Ég legg til að reglum um annaskiptingu i M.A. verði haldið óbreyttum, einfaldlega vegna þess að það fyrirkomulag hefur reynst vel undanfarin ár, betur en þriggja anna kerfið. Ég lýsi megn- ustu óbeit á hugmvndum um að "vetrareinkunn" fyrir frammistöðu nemenda í tímum verði tekin upp á ný. Það eru sjálfsögð mann- réttindi að fá að ráða námshraða sínum auk þess sem þetta myndi gera út af við allt félagslíf i skólanum. Ég legg til að deildaskipting hefjist i 4. bekk eins og nú er, en að algjör uppfyllingarfög í deildunum verði lögð niður og gerð að valgreinum. Þar má nefna dönsku í öllum 4. bekk, sögu í stærðfræði- og máladeild, stærðfræði í máladeild og líf- fræði í mála- og félagsfræðideild. Þetta eru greinar sem nem- endur eiga að hafa öðlast undirstöðuþekkingu á í grunnskóla. Mér finnst sjálfsagt að kjörsviðsgreinar séu um 3/4 af náms- efni nemenda, þar með taldar valgreinar innan kjörsviðs, en aðr- ar valgreinar og fastar greinar séu um 1/4. Frh. bls. 34. 25

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.