Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Síða 28

Muninn - 01.03.1978, Síða 28
Blsn: HT: Blsn: HT: Blsn : HT: Blsn: HT: Blsn: HT: alveg sama hvað þú gerir í sambandi við list, það er allt dýrt, undantekningarlaust. Ég veit um fullt af fólki fyrir sunnan sem bíður eftir þvi að þessi sýning komi þangað. Hvaðan heldur þú að nafnið á leikritinu Hlaupvídd sex sé komið? Hlaupvídd sex? Er það ekki bara gatið á kvenmanni sem þetta stendur fyrir? A.m.k. kemur mér það fyrst i hug, því leikritið er jú um sex alveg frá upphafi til enda. Gætirðu hugsað þér að koma hingaó aftur til þess að vinna með L.M.A.? Já, alveg endilega, því ég byrjaði um jólin að skrifa leik- rit fyrir þau og ætlaði að koma með grunn að stykkinu, sem ég ætlaði siðan að vinna með þessum krökkum, því þetta leik- rit er um ungt fólk sem hefur áhuga á leiklist og kemur sam- an og setur leiklist á svið. Ég er ákaflega hrifinn af þess- ari hugmynd og vil fyrir alla muni setja þetta upp með þessu fólki. Og svo vil ég taka eitt skýrt fram sem ég vil að verði getið, og það er að fólk sem stundar leiklist með námi á alveg hiklaust að fá það metið að verðleikum. Svo að við snúum okkur að þér sjálfum. Hvaða menntun hef- urðu hlotið á sviði leiklistar? Ég var í leiklistarskóla Þjóðleikhússins í þrjú ár, hjá Æv- ari Kvaran í eitt ár og síðan hef ég bara þvælst um og geng- ið í skóla lífsins sem reyndar er besti leiklistarskólinn sem til er. Hvað olli þvi að þú gerðist leikari? Ég er eiginlega búinn að vera í þessu veseni síðan ég var smákrakki, með smá hvíldum. Ég held bara að ég geti ekki unnið við annað en eitthvað svona skapandi starf og það sé aðalástæðan fyrir því að ég er í þessu. Nú lékst þú í Morðsögu. Hvort líkar þér betur að vi'nna við kvikmyndir eða í leikhúsi? Þetta er ekki satt. Ég lék ekki i Morðsögu, heldur kom ég fram sem ég sjálfur, en því var breytt í klippingu, og því kom þetta fram eins og ég væri að leika. Frh. bls. 33. 28

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.