Muninn

Árgangur

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 30

Muninn - 01.03.1978, Blaðsíða 30
UM NAUÐSYN P'OLITÍSKRAR VITUNDARFRÆÐI Það er skoðun mín aó meginþorri íslendinga þjáist af þeirri tegund hugfötlunar sem birtist í almennum skilningsskorti á öllu sem viðkemur samfélagsferlum og stöðu mannsins í þjóðfélaginu. Framkomin vöntun lýsir sér þannig að meirihluti þegnanna er villu- ráfandi og hringsólandi meðan minni hlutinn beinir athygli sinni aó kjötkötlunum, fiskar upp vænstu beinin og grefur þau gjarnan í erlendri grund. Síðan þegar meirihlutinn kemur sársvangur úr þoku- rápinu bíður þeirra ekkert annað en þunnt soðið og nöguð bein. Þetta er alvarlegur ljóður á ’fetéttlausu þjóðfélagi" eii s og Mogginn orðar það þegar hann er ekki að tala um stéttasamvinnu. (Hugtakið stétt er með afbrigðum afstætt ef marka má millieyrnastarfsemi þeirra sjálfstæðismanna). En hvernig má annað vera þegar fólk nýtur engrar upplýsingar í pólitískum vitundarfræðum. Fjölmiðlar eru ýmist uppfullir meó lygi um þessi málefni eða þá hlutlausir í þess orðs brengluðustu nerkingu. Menntakerfið gefur litla sem enga möguleika á því að menn nái ’ttunum, enda tilheyra höfundar þess ofangreindum beinaþjófum. i?r lýðræðisfyrirkomulag. (Eða er ekki svo?) Hvaða geigvænlegt ferli liggur á bak vió þennan þjóðfélagsupptypping? 1. Braskarar af 1. gráðu. 2. Braskarar af 2. gráðu. 3. Bitlingalýður og montrassar. 4. Vinnandi fólk. Þaó er óþarfi að rökstyðja þennan upptypping, því það er ekki í tísku núna að rökstyðja myndprjál. (Sbr. súlnauppdigtur háskóla- prófessors nokkurs í sjónvarpi nýlega). Eitthvað verður að gera gegn þessum ósköpum. Það verður að taka upp tafarlaust kennslu í pólitískri vitundarfræði, þannig að hver þjóðfélagsþegn geti gert sér grein fyrir stöðu sinni í sam- félaginu og séð í hverju hagsmunir hans séu fólgnir. NÚ vil ég skora á alla umbótasinna sem trúa á kraftaverk og hagstæða fyrirburði innan hins borgaralega þingræðis að sameinast im kröfuna um pólitíska vitundarfræði. Þá kynni ef til vill ein- hvern tíma að renna upp sá kosningadagur, að allir vissu hvað þeir væru að kjósa. 30

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.