Muninn

Årgang

Muninn - 01.03.1978, Side 31

Muninn - 01.03.1978, Side 31
Hér þarf að sjálfsögðu mikið átak og mikilla vitsmuna er þörf til að semja pólitíska vitundarfræði sem allir gætu sætt sig við. Ef til vill meiri en rúmast í einu mannshöfði. Við verðum bara að þreifa okkur áfram. Ef til vill er hér stigið fyrsta skrefið með’ birtingu hugsanlegs forms og inntaks prófs í pólitískum vitundar- fræðum. Ef einhver hetur ekki sætt sig við fyrirbrigðið eða það sem hér er ritað að framan, þá ætti sá hinn sami endilega að viðra óánægju sína á síðum næsta Munins. Það yrði upphaf merkrar umræðu Fram til sigurs: PRÓF í PÓLITÍSKUM VITUNDARFRÆÐUM. Nemendur skulu vanda frágang og málfar á prófúrlausnum. Heimilt er að taka tillit til þess þegar próf eru metin. Setjið x framan við það sem þið teljið rétt svar/svör. 1. Hvað er pólitík? ) Maki pólhundsins. ) Hagsmunabarátta. ) Þingmannaýfingar og kosningabrölt í lýðræðisþjóðfélagi. ) Vandmeðfarið íblöndunarefni. ) Geðveiki. Sbr. sálfræði er brjálfræði. 2. Hvað er lýðræði (ísl. afbrigðið)? ) Meirihluti lýðsins ræður. ) Meirihluti fulltrúa lýðsins ræður. ) Fulltrúar fjármagnsfáveldis ráða. ) Guð ræður. 3. íslenski kjósandinn er: ) Auðþekktur á handföngunum á eyrunum. ) Salt jarðar. ) Leiksoppur auðvaldsins. ) Vel upplýstur og vitandi um hag sinn. ) Andartegund. Fundin upp 1874. 4. Ritgerð: Hvaða skuggahliðar íslensks efnahagslífs má flokka undir: a) Mannlega harmleiki? b) Lögbrot og landráð? 31

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.