Kirkjuritið - 01.10.1935, Side 19

Kirkjuritið - 01.10.1935, Side 19
KirkjuritiS. Séra Tryggvi Þórhallsson. 347 Uni fátt var séra Tryggva nieir’a yndi að ræða, en um sögu ísleuzkrar kristni, fyr og síðar. Enda varði hann flestuin tómstunduin til sögurannsóknar einmitt á þvi sviði. Bar margt til þess. í þeirri sögu fann liann, sem sjálfur var svo fráhær sáttasemjari, margan mannasættir, sem hann dáðist að. Og hefir hann margl merkilegt um einn þeirra ritað. Honum þótti íslenzk kirkja hafa verið alþýðlegri og þjóðlegri en kirkjur flestra landa annara. Því að livað, sem segja mætti um einstaka forráðamenn, fyr á öldum, þá hefði prestastéttin yfirleitt „lifað með fólkinu“ og ver- ið mentaðir alþýðumenn. Homun var yndi að rekja dæmi þess, hve kirkjan hefði verið samgróin fólkinu og hve húu hefði i mörgum greinum borið heill ])ess og hag fyrir hrjósti, hæði andlegau og líkamlegan. Man ég t. d., hve gaman hann hafði af því að henda á dæmin, þar sem kirkjan hafði varið fé til viðhalds ferj- um yfir vatnsföll, eða til þess að lála ljós loga i kirkjum um nætur, þar sem var hættuleg sjóleið fyrir landi eða torfær fjallvegur að haki, svo að kirkjan varð þeim leiðar- viti, sem voru að villast, Iivort heldur á landi, eða sjó. „Kirkjurnar voru vitar“, sagði liann oft. Og þetta var sögumanninum séra Tryggva Þórliallssyni táknmynd þess sem kirkjan hefði verið og ætti að vera þjóðinni: Viti, sem lýsti henni í villu og myrkri á réttari leiðir mannúðar og mannkærleika, að marki sannleikans. MATTHÍASARMINNING. „Kirkjuritið11 ínun minnast aldarafmælis séra Matthíasar Jocli- umssonar i næsta hefti. Gjört er ráð fyrir þvi, að prestar minn- i-sl trúarskáldsins i kirkjunum simnudaginn 10. nóv.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.