Kirkjuritið - 01.10.1935, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.10.1935, Blaðsíða 23
KirkjuritiS, .Túhílþing Kirkjufélagsins. 351 starfsemi þess hófst, og einnig sagt í inngangi frá kirkjulegri starfsemi á landnámsárunum. Saga þessi er bæði fróðleg og lær- dómsrik um margt fyrir oss hér heima. Þar er þess ekki dulist, hve „erjur og aðrar illar fylgjur sundrungar" gjörðu félagsstarfið þráfaldlega erfitt og árangursminna en aanars hefði getað orðið, en margfalt meira gætir þó fórnfýsi og áhuga, dugnaðar og þrautseigju. Þar er margt fagurt til fyrirmyndar, má sérstaklega nefna kaflana um elliheimilið „Betel“, kvenfélögin og kirkjulegt starf og um leikmannastarfsemi. Væri óskandi, að sem flestir landar vorir gætu eignast þetta ágæta rit. S. P. S. TRTJ OG EFI. Tröllaukið spurningarmerki væri vel til fundið tákn vorra tima. Það er ekki aðeins, að trúarlegar efasemdir blómgist meðal gáfaðra manna og mentaðra. Þær hafa slæðst inn í kirkjurnar og jafnvel hertekið marga Jjá, sem að staðaldri koma í kirkju og fremja guðsþjónustu með vörunum. Og vaxandi fjöldi manna er einnig tekinn að efast um ýms ])au persónuleg og félagsleg siðalögmál, sem talin voru óyggjandi fyrir aðeins 50 árum síð- an. Þetta er ekki aðeins i trúarlegum efnum, heldur einnig í heimspeki. Ýmsir hugsuðir vorra tíma eru teknir að efa að fullu gildi allra hinna fornu heimspekikerfa. Vér skulum samt sem áður eigi láta Jjessar staðreyndir skelfa oss um of. Því að reynslan hefir sýnt, að margsinnis hafa efa- semdatímabil verið undanfarar endurfæddrar og viturlegri trú- ar. Frá efasemdum Gautama er Buddatrúin runnin, frá van- trausti Páls á lögmáli Gyðinga spratt kristniboðun hans eins og kunnugt er. Merkilegar Jjjóðfélags- og stjórnarfars-umbætur hafa runnið í kjölfar þeirra hugrenninga, sem teknar eru að ef- ast um ríkjandi ástand hlutanna. Þannig spratt heimspeki Heg- els og Kants upp úr gagnrýni Humes. 11. K. GJÖF TIL KIRKJU. Nýtt altarisklæði hefir frú Elísabet Magnúsdóttir í Bólstaðar- hlið gefið kirkjunni þar. Er það með nokkuð öðrum hætti en al- litt er, gert úr grænu flaueli með ísaumaðri mynd af kirkju í skóg- prýddum dal. Áður hafði frú Elísabet gefið kirkjunni hökul i sama lit.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.