Kirkjuritið - 01.10.1935, Side 35

Kirkjuritið - 01.10.1935, Side 35
KirkjuritiS. GEGN SAMSTEYPUM PRESTAKALLA. Kirkjufundurinn í vor lýsti vel afstöðu þjóðarinnar til frum- varps launamálanefndar um samsteypur prestakalla, ])ví aS hver heilvita maður hlýtur að skilja, að söfnuðir þjóðarinnar og þjðð- in eru eitt og hið sama. Öli atkvæði fulltrúa safnaðanna voru á móti eindregið og hiklaust. Jafnframt bárust fundinum skýrar og skorinorðar ályktanir safnaðarfunda víðsvegar að af landinu, allar gegn samsteypunum. Fylgdu sumum þeirra greinargjörðir og þungvæg rök. í Kirkjuritinu er ekki rúm til að birta þessar samþyktir í heild sinni, og væru þær þó verðar þess. Aðeins skai skýrt lil dæmis frá fáeinum þeirra. Á aðalfundi Grenjaðarstaðarsafnaðar var samþykt með sam- hljóða atkvæðum ]jessi yfirlýsing: „Fundurinn mótmælir eindregið þeirri tillögu, sem fram er komin á Aiþingi, að leggja niður Grenjaðarstaðarprestakall, og tjáir sig mótfallinn þeirri prestafækkun, sem gert er ráð fyrir i tillögum launamálanefndar“. Svo hljóðandi greinargerð fylgdi: „Á bak við yfirlýsinguna stendur eindreginn vilji safnaðarins og sú ósk, að prestakallið verði ekki iagt niður. i.iggja til þess gild rök, sem j)ó verða ekki rakin hér sökum þess, að þau liggja ljósl fyrir hverjum þeim, sem hugsa vill um málið með góðvild og skilningi. Á eitt atriði skal þó bent vegna ])ess, að það er ekki eins almenns eðlis og önnur atriði málsins, en liefir þó mikla þýðingu að áliti safnaðarins. Því er haldið fram, að vegna vega- bóta sé tiltölulega auðvelt, að Húsavíkurprestur þjóni á Grenj- aðarstað. Nokkur reynsla er fengin um þetta. Veturinn 1929—30 þjónaði Húsavíkurprestur Grenjaðarstað. Um veturinn átti að jarðsyngja að Grenjaðarstað. Fólkið kom á tilteknum tíma og beið, en presturinn kom ekki. Ófærð og óveður hamlaði för hans, svo að hann komst ekki í tæka tíð. Var þetta þó maður á létt- asta skeiði og vanur gönguferðum. Eftir daglanga hið varð fólk- ið að hverfa heim án þess jarðarförin færi fram. Þessi varð leynslan þá, og svipað kom fyrir oftar. En foreldrar, sem fylgja barni sinu tii grafar, eru lostnir þeim harmi, seni ekki er rétt

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.