Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 5
KirkjuritiÖ. 4 §► 1* •I o 11II. Enn renna oss jól í helmyrkrum styrjaldarnauöa. Enn leggur Betlehemsbirtu gegn grimmri og geigvænni nótt eins og fyrir 19—20 öldum. Enn er oss fluttur fagnaðar- boðskapurinn um frið á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnunum. Getum vér veitt honum viðtöku? Stöndumst vér þessa trúarraun? Eigum vér djörfung og hugrekki til þess að fagna jólunum af öllu hjarta? Þess er oss mikil þörf, eins og sjúklingi á banasæng- inni að grípa um klæðafald drottins, eða syrgjandi ást- vini að horfa upp til himins frá gröf og dauða. Er nú Guð hættur að elska þennan heim, sem hann sjálfur skóp? Hættur að finna nokkuð það hjá mönnun- um, er hann hafi velþóknun á? Hættur að gefa þeim frelsara, er kemur til þeirra eins og lítið, saklaust harn á jólurn? Nei, vissulega ekki. Alt frá Betlehemsvöllunum til vigstöðvarina svífa himneskar hersveitir og boða enn heiminum, lostnum harmi og kvöl, hið sama og forðum. Og þá er dauðinn ekki framar dauði, heldur ný fæðing fyrir miskunn lians, sem ræður dýrð upphæða. Kærleiks- armar Guðs lykja fast um þessa jörð. Það er eins og segir um hann í Ritningunni: „Hvort fær kona gleymt brjóst- barni síriu, að hún miskunni eigi lifsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi eg þér samt ekki“. Guð elskar heiminn, sýnir það og sannar með því senda honum son sinn Jesú Krist. Sú trygging er fullgild. Þótt myrkraöflin æði og ærist, þá er sá til, er segir: Hingað, en ekki lengra. Hér skulu þínar hreyknu hrannir hrotna.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.