Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 26
416
Jón Helgason:
Desember.
Hvílíkar andstæður sála Jesú rúmar kemur berlega í
Ijós, er vér berum saman framkomu hans við þá, er bágt
áttu og framkomu hans við liöfuðandstæðinga sína, hina
andlegu leiðtoga þjóðarinnar. JÞað er rétt eins og það væri
ekki sami maðurinn, sem í hlut á. Þar er ekki síður um
sókn en vörn að ræða. Vér höfum þegar heyrt, live að-
dáanlega hann varðist árásum fjandmanna sinna, hversu
hann einatt með einu orði sló vopnin úr hendi þeirra, svo
að þeir stóðu sneyptir eftir. En vér höfum ekki síður á-
stæðu til að dást að því, hvernig hann vegur að þeim og
flettir vægðarlaust ofan af atferli þeirra. Hve hart og þungt
hann heggur, sjáum vér bezt á hinni þungorðu refsiræðu
til Faríseanna, sem vér eigum í 23. kap. Matteusarguð-
spjalls. Þar er svo vægðarlaust gengið fram, að manni
gæti jafnvel þótt fulllangt farið, fulllítið tillit tekið ti'l
allrar aðstöðu þessara leiðtoga, sem vafalaust liafa þó átt
mæta menn í sinum hóp. En hér er þess að gæta, að það
eru ekki beinlínis mennirnir, sem Jesús ræðst á, heldur
stefnan, sem þeir eru fulltrúar fyrir,þessi stefna, sem hnept
hafði þjóðina í hina mestu ánauð ósjálfstæðis, lögmáls-
þrælkunar og verkhelgi. Honum duldist ekki, að það var
eina viðreisnarvonin, að því fargi yrði létt af þjóðinni.
Og því varð hlífðarlaust að fletta ofan af stefnunni og
sýna liana í sinni sönnu mynd.
En þetta átti ekki að takast.
Þjóðin var í lögmálsánauð sinni of fangin í lífsvenjum
sínum og of háð leiðtogum sínum, er svo hart höfðu leikið
hana, til þess að hún bæri gæfu til að tjá þessum fædda
leiðtoga fylgi sitt. Hún hafði að vísu í fyrstu hlýtt hug-
fangin á orð hans — en jarðvegurinn var of harður, til
þess að þau næðu að festa rætur nema hjá fáum einum.
Enda er svo að sjá sem aðsóknin að Jesú hafi nú til niuna
tekið að minka. Það verður með hverjum deginum aug-
ljósara, að vald hinna leiðtoganna, sem lengst af höfðu
yfir henni drotnað, átti að verða honum yfirsterkara. En
að sama skapi sem þetta verður Jesú augljósara, verður