Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 25
Kirkjuritið.
Höfuðdrættir í æfi Jesú.
415
vinir hugsa, er þeir heyrðu þetta kent, að nú væri guðsríkið
að renna upp, og svo umgengst sá, er það kendi (og enda
kallaði sig erindreka Guðs), einmitt þá mennina, sem með
óguðlegu líferni sínu sýndu Guði hatur og fyrirlitningu.
Að Jesús afsakar þetta atferli með alkunnu orðunum:
„Heilbrigðir þurfa ekki læknis við, heldur þeir, sem sjúk-
ir eru“, gat engan veginn réttlætt það í augum andstæð-
inga hans. Það var þessu óviðkomandi með öllu, fanst
þeim. Þeir mátu manninn eftir ytri breytni hans einni
saman — þektu ekki annað mat. Að meta mennina eftir
eðli þeirra eða eftir þörfum þeirra, þörfum, sem þeir
naumast einu sinni voru sér meðvitandi sjálfir -— það
fanst þeim ganga fásinnu næst — já, meira að segja: gera
ilt verra. -— Og þó er þetta í augum allra óspiltra vorra
tíma manna vafalaust einn af fegurstu dráttunum í mynd
frelsarans, eins og vér eigum liana málaða í guðspjöllun-
um. „Vinur syndara“ er eitt af dvruslu kenningarnöfn-
unum á Jesú í meðvitund alls þorra manna. Oss finst það
svo óviðjafnanlega fagurt, að Jesús sér ávalt manninn í
syndaranum og í manninum aftur guðsmyndina og.guð-
lega ætternið, — að hvar sem Jesús sér mannssálu taka
að þrá Guð og samfélag við hann, þar fyllist þegar
hjarta hans gleði og góðleik, og vér heyrum af vörum
hans orð, sem bera vott um dýpstu huglátssemi og ó-
viðjafnanlega þrá eftir að styðja og lijálpa. Yér sjá-
um þar eins og í lifandi mynd „gleðina á himnum yfir
einum syndara, sem bætir ráð sitt“, og einmitt unaðsóm-
ur þessarar gleði berst oss til eyrna frá öðrum eins frá-
sögum og sögunni af Sakkeusi og bersyndugu konunni,
eða dæmisögum eins og glataða syninum og öðrum lík-
um. Aldrei skín hið guðlega í persónu Jesú jafn fagurlega
fram í lífi hans og einmitt þar sem hann lýtur niður
að einhverjum syndsjúkum aumingja til að hjálpa hon-
um! Það er þá líka svo, að síðan daga Jesú hefir þessi
alt umfaðmandi miskunn hans og mildi verið álitin afmála
betur en alt annað hið innsta og dýrðlegasta í eðli Guðs.