Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 7
Kirkjuritið.
Jólin.
397
lifað. En það ættum vér jafnframt að vita, að hagur þjóð-
arinnar verður fyrst og fremst kominn undir göfgi, kjarki
og þrótti trúar hennar. Ef þjóðin býr Kristi rúm í lifi
sínu, ef lienni er það heilagt alvörumál, er hún syngur í
þjóðsöng sínum, að Guð í Kristi sé vor hertogi á þjóðlífs-
ins hraut og hér verði gróandi þjóðlíf, er þroskast á guðs-
ríkis braut, þá er sigurinn vís. Ef hún kýs Ivrist að kon-
ungi sinum — liann sem kemur til hennar, og hefir kon-
ungsboð hans að æðstum lögum, þá mun hún standast
raun komandi ára. Þá mun birtu jólanna leggja á alla
daga ársins og sú birla lýsa þjóðinni til andlegs sjálfstæðis,
frelsis og farsældar.
* * *
En þú, sem lest orð mín, átlu sjálfur þessa birtu í and-
legu lífi þínu? Ef til vill höfum við leitað Krists áTum
saman, mörgum árum, án þess að við höfum talið okkur
hafa fundið hann. Þá hefir okkur farið líkt og lærisvein-
inum, sem Jesús sagði við forðum: „Svo langa stund
hefi eg verið með yður, og þú þekkir mig ekki“. Hugsum
okkur, að alt væri liorfið sýnum, sem við vitum um Krist,
og allar hugsanirnar og tilfinningarnar, sem það hefir
vakið í sálum okkar, jólin horfin, og liver geisli af hirtu
þeirra. Væri það ekki eitthvað svipað því og að missa
sólina af himninum? Svo mikið hefir hann þegar verið
okkur. Ef við teljum okkur ekki enn hafa fundið hann,
þá er ástæðan að einhverju leyti sú, að við höfum ekki
gjört okkur það fyllilega Ijóst, að hann er einnig að leita
okkar. Ég las nýlega þessi orð úr dagbók gamals manns:
„I 50 ár hefi ég leitað Krists. Nú er ég kominn að þeirri
niðurstöðu, að það er í raun og veru hann, sem hefir
leitað mín. í djúpum sálar minnar er rödd, sem kallar,
og ég fæ ekki frið fyr en ég hefi fundið, livað röddin
sú hefir að segja mér.“ Þannig er það: Við höfum heyrt
rödd Krists kalla á okkur. Ástæðan til þess, að okkur
gengur svo treglega að finna Krist, getur einnig verið