Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. Höfuðdrættir í æfi Jesú. 413 hræddist hvergi, þótt liann vissi sig standa þar aleinn gegn sameinuðu valdi liinna, svo mikið sem það var. Öll sú harátta er lærdómsrík, og það er ekki sízt lærdómsríkt að kynnast Jesú sem bardagamanni. Hann stendur þar al- einn — sagði ég. Aldrei hefir nokkur maður staðið jafn einn uppi og hann í skæðri baráttu. Það er eins og læri- sveinar hans komi þar hvergi nærri eða taki þátt i bar- áttunni með honum. Og ávalt berst liann með opnum hjálmi og skygðum vopnuin anda og orðs. Öll vélabrögð fjandmanna sinna fær hann staðist, við öllum tálsnörum þeirra fær hann séð í tima, með örfáum orðum snýr hann einatt vopnin úr höndunum á þeim. Aldrei þarf hann að grípa til bragða, aldrei beitir hann þá undirhyggju eða vélum, og aldrei gleymir hann málefninu yfir mönnun- um. Hann lieggur fast, og vopn hans bíta vel, og fjand- menn hans verða sífelt undir í viðureigninni. Og þó er tvísýna á, hverra sigurinn verði að lokum. Svo var andlegum hag þjóðarinnar komið, svo föstum tökum höfðu andlegu leiðtogarnir nú náð á þjóðinni. Bundin viðj- um fáfræði, vanafestu og þrælsótta var þjóðin of háð valdi leiðtoga sinna til þess, að hún gæti slitið sig lausa. Hún áleit það æðsta vott guðrækninnar að fylgja leiðtogum sínum i einu og öllu, og þegar hún sér, hvernig þeir snú- asl i gegn Jesú, kemur óðar hik á hana, fráhvarfið hvrj- ar og aðsóknin að Jesú minkar. Þó lætur Jesús elcki hug- fallast. Hann kennir í brjósti um lýðinn. Takist ekki að ná honum úr greipum leiðtoganna, á lýðurinn sér enga viðreisnar von. Tortryggingar urðu nú helzta vopnið í höndum fjand- manna Jesú. Hvert tækifæri, sem býðst til að gera Jesúm og starf hans tortryggilegt, er óðara gripið og notað. Og því miður verður þeim alt of mikið ágengt. Vér þekkjum of vel þessar tilraunir fræðimannanna til þess að ástæða sé að draga fram einstök dæmi. Þó skal hér bent á tvö. Jesús hafði læknað mann á hvildardegi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.