Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 28
418 Jón Helgason: Desember. vitund við þetta. Svo óskiljanlegt, sem honum er þetta ráð Guðs, þá er hann aldrei eitt augnablik í efa um, aS þvi sé aS taka sem guSlegu vísdómsráSi. Reynist það ó- mögulegt, að þessi bikar líði hjá, þá veit hann, að það á að verða meðal í hendi föðurins til að fullgera það verk, sem Guð hefir útvalið hann til að vinna. Fyrir því verður píslarferill frelsarans kóróna endurlausnarverksins. Aldrei hefir nokkur maður séð jafn berlega, hvað í aðsigi var og Jesús sá það hér, og aldrei hefir nokkur maður gengið jafn hugrakkur á móti forlögum sínum, tekið þeim mann- legar og sigrað þau guðdómlegar. -— — En áður en óveðrið skall á með öllum sínum þunga, fékk Jesús nokkra næðisdaga, þar sem fjandmenn hans náðu ekki til hans. Eftir að hann hafði frétt um afdrif Jóhannesar skírara, dregur hann sig í lilé um stundar- sakir. Hann hverfur ásamt þeim tólf til liéraðanna fyrir austan Jórdan og dvelst þar um hríð. Flótta getum vér ekki kallað þetta, þótt það hafi stundum verið gert, því að Jesús var ekki liræddur við fjandmenn sina. En afdrif Jóhannesar skírara sýndu honum fram á þann mögu- leika, að svo gæti farið, að þeir fengju færi á honum, og með vélum sínum og vonzku fengju hindrað starf hans fyrir tímann. Þessvegna dró hann sig í hlé. En auk þess þráði hann meira næði en hann hafði áður liaft til þess að undirbúa sem hezt hugi lærisveina sinna, svo að þeir væru við öllu búnir. Fyrir þá urðu þessir dagar fyrir aust- an Jórdan einkar þýðingarmiklir, og á þeim þróast í sálu þeirra játningin, sem Símon Pétur ber fram við Sesarea Filippi, þessi játning Messíasartignar Jesú, (sem felst 1 orðunum frægu): „Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs“. Hingað til liafði Jesús, að því er séð verður af þremur elztu guðspjöllunum, forðast alt tal um þan efni, bæði opinberlega og í hóp lærisveina sinna. Sum- part hefir ástæðan verið liræðsla við rangar Messíasar- vonir manna, sem mundu ekki geta skilið tilkall hans til

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.