Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 10
Desember.
Jólaliiigsaiiir.
Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma
í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn
til fyrir hann, og heimurinn þekti hann ekk'i. Hann kom
til eignar sinnar, og hans eigin menn tóku ekki við hon-
um. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt
til að verða Guðs börn. (Jóh. 1, 9—12).
Þessi orð í upphafi Jóhannesarguðspjalls eru raunveru-
leg trúarjátning okkar kristinna manna. Sannleikur þeirra
rifjast alveg sérstaklega upp fyrir okkur á jólunum, liátíð
Ijósanna, sem þó er fyrst og fremst hátíð þess sanna ljóss,
sem upplýsir hvern mann og gerir sérhvern, sem við því
tekur, Guðs barn. Og þó er það ef til vill sérstaklega á
hörmungatímum, eins og þeim, sem nú ganga yfir heim
okkar, sem þessi orð guðspjallsins verða okkur föst í huga.
Heimurinn þekti hann ekki, og hans eigin menn tóku
ekki við honum. Braut lians var erfið og endaði með kross-
ferlinum á Golgata. En erfiðleikarnir urðu til þess, að við
sæjum, hvernig á að mæta þeim, og krossinn varð lieilagt
tákn fórnardauðans, — óendanlegt merki þess anda, sem
er helgaður því, sem er æðra þessu lífi, og köllun sinni
trúr, hvað sem mætir. Tvísýnasta og harðasla harátta
sýnir bezt fegurð og göfgi sálarinnar, og því varð kross-
inn sigurtákn kristninnar. En þessi orð textans eru eins
og spádómur um yfirstandandi tíma. Hans eigin menn
tóku ekki við honum. Við erum vitni að ógurlegum hörm-
ungum, sem ganga yfir hinn kristna heim, og við vitum,
að það er vegna þess, að þjóðirnar taka ekki við honum,
sem er frelsun þeirra.
Kristnir menn vita, hvar þeir eiga leiðsögu. Meistari
þeirra fylgir þeim og biður þá að taka hlessun sína. Og