Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 4
394 J. 'H. J.: Nóttin helga. Desember. Ég þrái’ að faðma’ hinn fagra svein svo fast að mínúm barmi. En hvílík ógn, ég er ei hrein. það eitt mér veldur harmi. En augu sveinsins segja mér: Ég synd hef afmáð þína, ég lét mitt blóð til lausnar þér og læt þér himin skína. — / dag er fæddur frelsarinn, því fagnar kristinn lýður. Hann opnar helgan himin sinn og hrjáðum faðminn býður. Mér lýstu, heilög himinssól, svo himnaauð ég safni, og lát mig halda heilög jól, ó, herra’, í þínu nafni. Jóna H. Jónsdóttir.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.