Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 8
398
Ásmundur Guðmundsson:
Desember.
sú, að við viljum ekki — þorum ekki að gefast honum
algerlega á vald, er liann knýr fastast á. Það er eitthvað,
sem þú vilt undanskilja, eitthvað, sem þú vilt halda fyrir
þig, ef til vill aðeins einliver aumasti hégómi, og þetta
verður til þess að skyggja á Krist. Láttu það ekki verða
lengur. Þegar það er horfið, er ekkert framar, sem skilur.
Svona einfalt er það — og þó stundum svo undurerfitt
að stíga þetta spor alveg til Krists. En hann vill hjálpa
okkur, frelsarinn, sigrarinn syndarinnar og dauðans í
mannssálunum. Krjúpum nú á jólum við jötu hans. Gef-
umst á vald Guðs syni eins og við erum. Undanskiljum
ekkert, alls ekkert.
Og við kærleika hans, sem við fáum að reyna í ríkum
mæli, er ekki nema eitt svar, sem hann tekur gilt, það að
við minnumst í verki og sannleika minstu bræðra lians,
eins og það væri liann sjálfur. Jólafögnuðurinn lifir því
aðeins, að hann nái einnig til annara manna. Kveiktu
með jólaljósinu þínu eins mörg ljós og þú getur. Það
daprast ekki fyrir því, heldur vex meir og meir birtan í
kringum þig.
Jólin koma. Þau koma að sama skapi yfir heiminn
sem einstaklingarnir veita þeim viðtöku. Þau koma eins
og guðsríki, liið innra og hið ytra.
Yökumaður, livað líður nóttinni?
Það skalt þú vita, sem opnar nú sál þina fyrir jóla-
birtunni og hyllir konunginn Krist, að við það færist frið-
aröld guðsríkis nær. Hvenær liún ljómar víðri veröld í
fyllingu sinni, vita ekki englarnir á himnum, nema Fað-
irinn einn. En eitt er víst: Hún kemur, Og sigurmáttur
Krists birtist svo skýrt, að þeir, sem barist hafa gegn hon-
um, hljóta að hrópa um síðir: Þú hefir sigrað.
Fyrir rúmri öld beygði sá maður, sem valdið hafði dauða
miljóna, kné fyrir honum á eyðiey og játaði trú sína a
hann með þessum orðum: