Kirkjuritið - 01.12.1941, Blaðsíða 29
Kirkjuritið.
Höfuðdrættir í æfi Jesú.
419
slíkrar tignar, en sumpart sú, að hann vildi ekki neyða
þeirri skoðun upp á nokkurn mann, að hann væri Messias,
sízt af öllu upp á lærisveinana. Hún átti að spretta upp
í sálum þeirra við það að kynnast honum og öllu starfi
hans. Og þannig hafði þá líka þessi sannfæring mótast í
sálu Símonar Péturs. Hvert gleðiefni þessi játning var
Jesú, skín fram af frásögn guðspjallanna.
En að fenginni þeirri játningu, fann Jesús sér bæði rétt
og skylt að vara læriveina sína meira en nokkuru sinni
áður við röngum Messíasarvonum. Aftur og aftur beinir
hann tali sínu að þjáningunum, sem hann — Messías —
eigi í vændum, „að sér beri að fara til Jerúsalem og
líða margt af hendi öldunganna og æðstuprestanna og
fræðimannanna“ og jafnvel að verða líflátinn. Og ekki
aðeins segir Jesús þeim þetta berum orðum, heldur tekur
liann nú að færast lengra og lengra suður á bóginn
með þá. Það er jafnvel eins og einliver dularkraftur bein-
línis dragi hann þangað, sem þessar ógnir biða hans. Læri-
sveinarnir reyna að halda aftur af honum, en tekst það
ekki. Markús guðspjallamaður segir beinlínis, að Jesús
hafi gengið svo hratt á undan lærisveinum sínum á þeirri
suðurgöngu, að þeir hafi orðið forviða.
Og þegar hann svo nálgast höfuðborgina, sendir hann
tvo af lærisveinunum á undan sér til að sækja ösnufol-
ann, því að á honum ætlaði Jesús að lialda innreið sína
í horgina. Hann ætlaði með þeim hætti að sýna, að liann
hefði ekki slept tilkalli sínu til Messíasartignarinnar. En
jafnframt vill hann með því gera að engu rangar Messí-
asarvonir lærisveina sinna og birta þeim og alþjóð, að
sem Messías komi hann ekki til að ná með valdi neinum
ytri yfirráðum yfir þjóð sinni, — ekki til þess að láta þjóna
sér, heldur til þess sjálfur að þjóna öðrum. Þjónandi
Messías vill hann vera, og með því sem þjónn allra að
leggja alt í sölurnar fyrir aðra, sækist hann eftir yfirdrotn-
an í heimi lijartnanna.
Itarlega segja guðspjöll vor frá því, er við bar í Jerú-