Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 14
204 KIRKJURITIÐ prédikunarstóli Maríukirkjunnar og flytur boðskap kirkju sinnar skorinort og skýrt, finnst söfnuðinum einsíog Lúter sjálfur eða einhver af siðbótarmönnum sé kominn, óhvikull og öruggur. Sjálf persónan er áhrifamikil, fasið embættis- legt, næstum því hofmannlegt, krúnan mikil og hvelfd, augun lítil og snör, skeggið lítið að vöxtum en strítt og svipmikið, og öll persónan yfirleitt ímynd „herra biskups- ins“. En því fer fjarri, að með þessu sé öll sagan um Otto Dibelius sögð. Hann er engu síður ímynd hins óembættis- lega uppreisnarmanns, óhemjunnar, þess manns, sem varp- ar nýju ljósi á sannindi kirkju sinnar án þess að fórna nokkru af grundvallarsannindum hennar. Þetta sjálfstæði í hugsun kemur meðal annars fram í skoðun hans á ríkisvaldinu, sem aðeins var vikið að hér að framan. Hann er einhver eindregnasti andstæðingur alræðisríkjanna, úr hvaða átt, sem þau koma. En hann hefir líka megna ótrú á lýðríkjunum, með öllu þeirra uppi- vöðslumikla brauki og bramli. Hann gaf út hátíðlega yfir- lýsingu 1945, af hálfu þýzkrar kristni, um það, að hún væri „stríðssek". En hann hefir ráðizt harkalega á banda- menn fyrir réttarhöldin yfir stríðsglæpamönnum, og talið þau ranglát. Hann afneitar kommúnismanum, en neitar algerlega að gera bandalag við vestrænu lýðræðisríkin til þess að berjast gegn honum. Hugsun hans er hvöss eins og stál, en hann hatar alla skipulagða lífsspeki eins og „sjálfa syndina“. Hér eru þverstæður, að því er virðist, en svona er Dibelius biskup og hans lúterska viðhorf. n. Löngu áður en sigurvegaramir 1945 skiptu Þýzkalandi, var það raunverulega klofið í tvennt. Þá þegar var til Austur-Þýzkaland og Vestur-Þýzkaland. Hvor hlutinn um sig var alinn upp við sína lífsskoðun, reista á trúarlegum og kirkjulegum grundvelli. Minni hluti landsins, löndin

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.