Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 37
SÉRA HÁLFDAN HELGASON 227 eru þau réttmæli orð langafa hans, Tómasar Sæmunds- sonar: Þá er ætíð nóg lifað, þegar vel er lifað. Þótt blóm fölni á einni hélunótt, þá rísa þau aftur á hverju vori Um varpa og tún, engi og haga. Gott fræ í góðri jörð ber ávöxt að þrítugföldu, sextugföldu og hundraðföldu. Mynd séra Hálfdanar mun lengi geymast þar, sem umgerðin er góðra drengja hjörtu, en þó miklu lengur gróðurinn, sem hann sáði til og hlúði að. Hann mun lifa með einhverjum hætti kynslóð af kynslóð. Já, það, sem gróðursett er í Guðs nafni, verður aldrei upprætt. Þannig kenndi Frelsar- inn sjálfur. Umhverfis gröf séra Hálfdanar hér í garðinum ris gróðurlundur vors og sumars, sem ekkert á skylt við visnun né dauða. Með þeim hætti breiðist út blessað lífið af skauti hinnar eilífu æsku. Mennirnir sá, gróðursetja, vökva. En Guð gefur vöxtinn. Hann blessar lífsiðju þessa lærisveins Jesú. Sannarlega voru ekki svik í honum. Það var honum mikil gæfa að eiga svo góð heimili og góða ástvini og sóknarbörn. En þessi þó mest. Þar er tryggingin fyrir gildi æfistarfs hans, sem ég vil nú þakka í nafni vor allra, Prestafélags Islands og Þjóðkirkju. Og fyrst og síðast, síðast og fyrst vil ég þakka Guði fyrir hann. Hann varð foreldrum sínum og systkinum, eiginkonu, börnum, sam- verkamönnum og þessu byggðarlagi, þjóð vorri og kirkju Natanaél — gjöf Guðs. Jesús sá Natanael koma til sín, þennan lærisvein, sem ekki voru svik í. Þannig skulum vér lita á burtför séra Hálfdanar héðan eins og heimkomu til Jesú Krists og annarra ástvina í húsi föðurins á himnum — dýrlega endurfundi. „Að lifa er mér Kristur, en dauðinn ávinningur“ var texti allra Prestanna við útför afa hans, Helga Hálfdanarsonar. Vér kveðjum þig, Hálfdan Helgason, við afturelding upp- risuljómans. Bænir vorar fylgja þér til samfunda við Frels- arann. Vér biðjum þér blessunar Drottins. Á, G,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.