Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 46
236 KIRKJURITIÐ mesti misskilningur. Allir geta séð, að 306 kr. á mánuði á barn hrökkva ekki til nú, — þótt bót sé að því. I vöggustof- unum er mánaðargjaldið 7—8 hundruð á mánuði, auk þess ytri föt, — þó mörg á sama heimili, sem ávallt verðm- ódýrara. Nýlega var ekkja með tvö börn á skólaaldri að leita að styrk, þó á hún sína íbúð og vinnur úti. Hvað þá um hinar, sem eru bundnar yfir smábörnmn og þurfa að leigja? Meðlag tveggja til þriggja barna er aðeins fyrir húsaleigu. Allflest togaraútgerðarfélög, bankarnir og að minnsta kosti ein verðbréfasala hafa auglýsingu fyrir Ekknasjóðinn, svo að efnamönnum gefst kostur á að safna sér í bezta sjóðinn, með því að líta til ekkna og munaðarlausra. f Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis hefir hver, sem inn kemur, auglýsingu sjóðsins fyrir augum ásamt smá útdrætti úr skipulagsskrá — og táknmynd allsleysis ekkjunnar, teikn- aða af Rikarði Jónssyni. Gjaldkerinn þar tekur góðfúslega við gjöfum til sjóðsins. íslenzka þjóðin, sem stundum hefir færzt það í fang að gefa stórþjóðum, ætti ekki að láta sín eigin börn líSa skort. Ef landsmenn hefðu strax brugðizt vel við þessu máli, ef frá hverju sóknarbarni hefði borizt 1 króna eða aðeins 25 aurar á ári, þá væri hann nú fær um að veita styrk. Þetta ætti að vera prestunum áhugamál. Það hlyti að vera þeim ánægja, er þeir ganga þyngstu sporin í sorgarhúsin, eða til yfirgefinna mæðra, að geta vísað til styrks þeim, er þurfa. Það er því innileg ósk þeim til handa, að þeir sýni þessu 10 ára barni sem mesta umhyggju hér eftir. Tökum öll höndum saman og eflum sjóðinn, svo að hann nái til- gangi sínum, þess er þörf, eins og ritstjóri Vísis nýlega benti á. Ef útgerðarfélög, kaupsýslumenn, kvikmyndahús, verk- smiðjur, bankar o. fl. gerðu sameiginlegt átak einn dag á ári, þá væri takmarkinu náð. Samskot, þegar slys ber að höndum, eru góð og þakkar- verð, en duga aðeins fyrir árið, sem þá er að líða, í flestum tilfellum, munið því þetta málefni. G. Ritstj. Kirkjuritsins mæla hið bezta með hinum fagra til- gangi, sem birtist í grein þessari, og hvetja almenning til þess að gefa Ekknasjóðnum gjafir. Biskupsskrifstofan veitir slíkum gjöfum viðtöku.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.