Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 26
216 KIRKJUROTÐ stöðum í bæ og sveit, kynnast vandamálum fólksins og hjálpa til þess að greiða úr þeim. Sennilega sækir ekki tíundi hluti Þjóðverja kirkju reglu- lega. En þetta er að breytast. Kirkjudagshreyfingin, sem leikmaður einn, Reinhold von Thadden, hefir komið af stað, hefir sópað fólki til kirknanna, austan landamæra sem vestan, og komið á geysilegum fjöldafundum, allt upp í 300000 manns. Dibelius hefir kennt Þjóðverjum eitt, og það var þeim nauðsynlegt: Kirkjan og kristindómurinn er ekki eitthvað, sem kemur án fyrirhafnar. Lúterska kirkjan, sem hefir verið þarna öldum saman, jafnsjálfsögð eins og fjöllin og fljótin í landinu, er allt í einu komin í bráða hættu að hverfa, þurrkast út. Þetta hefir enginn gert jafnaugljóst og Dibelius. Hann hamrar þetta jám í sífellu. Þegar hann stendur í stólnum í Maríukirkjunni, segir hann fréttirnar miskunnarlaust, og það á sjálfan páskadaginn: Andstæð- ingarnir hafa ráðizt á kirkjur og söfnuði um messutím- ann. Nafngreindur prestur var dæmdur í 12 ára þrælk- unarvinnu fyrir ógætileg orð um stjórnina. Kommúnista- blöðin ráðast á presta og biskupa fyrir starf gegn ung- mennafélögum þeirra. Stofnanir kirkjunnar eru settar undir stjórnareftirlit. Móti öllu þessu þrumar Otto Dibelius af prédikunar- stólnum í Maríukirkjunni. Hann virðist vera of stór fyrir fangelsisdyr kommúnistanna, því að enn gengur hann laus. Á páskunum hefur hann upp raust sína gegn öllum þess- um hættumerkjum, og prédikar hið gamla fagnaðarerindi: „Kristur sá á krossinum manninn eins og hann er, í sífelldri uppreisn gegn Guði.---------En þó að maðurinn og eðli hans geysi, er Guðs ráðsályktun, Guðs sannleikur kyrr og stöðugur, eins og stjörnurnar standa á festing- unni, hvað sem á gengur á jörðu. Ef einhver hyggur, að öld Jesú Krists sé á enda, og að nú eigi eitthvað annað að taka við, þá veður sá maður í villu og svíma. Sann- leikurinn er ekki tímabundinn. Og Jesús er sannleikurinn.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.