Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 45
NÝSTOFNAÐIR KIRKJUKÓRAR 235 Kirkjukór HjarSarholts og NorStungusókna (Mýrapróf.) var stofnaður hinn 21. marz 1954 með 17 meðlimum. Stjórn kórsins skipa: Form. Svavar Kæmested, Ásum, ritari hórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstöðum, féhirðir Daníel Eysteins- son, Högnastöðum, og meðstjórnendur Brynhildur Eyjólfsdótt- lr, Arnbjarnarlæk og Guðrún Magnúsdóttir, örnólfsdal. — Organleikarar: Guðfinna Jónsdóttir, Helgavatni og Þorvaldur borkelsson, Lundi. Kjartan Jóhannesson organleikari stofnaði kórinn. Kirkjukór Hafnarsóknar (A.-Skaft.) Var stofnaður hinn 28. febrúar 1954 með 20 meðlimum. I stjóm kórsins eru: Þórhallur Kristjánsson, Bjargi, Guð- ^nundur Jónsson, Bjargi, Eyjólfur Stefánsson, Reynifelli, Guð- rún Ingólfsdóttir, Höfn, og Signý Gunnarsdóttir, Þinghóli. Organleikari og söngstjóri er Eyjólfur Stefánsson, Reyni- felli. Bjarni Bjarnason organleikari, Brekkubæ, stofnaði kórinn. * Ekknasjóður íslands. Þess hefir nýlega verið getið, hve brýn þörf væri á öflugum s)°ði, er bætt gæti úr brýnustu þörfum, þegar slys ber að höndum og börn stundum mörg í einu missa föður sinn á svipstundu. Er skemmst að minnast Eddu-slyssins í vetur, er 18 börn misstu föður sinn á einni nóttu. «Ekknasjóður íslands“ var stofnaður í janúar 1943. Hann er því rúmlega 10 ára gamall, þótt enn sé hann of fátækur hl að geta veitt þeim fé, er minnst hafa, því miður. Ástæðan virðist vera sú, að menn hafa ekki almennt komið auga á nauðsyn hans, og því eigi styrkt hann. Hann hefir verið auglýstur, og einnig gefin út minningar- hort. Ástæðan fyrir því, að fólk hefir enn eigi fengið áhuga a að efla hann, er máske sú, að flestir álíta, að tryggingarnar sjai fyrir öllum þörfum ekkna og barna þeirra, en það er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.