Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 30
220 KIRKJURITIÐ hvíldi yfir honum kirkjulegt andrúmsloft hins trúa þjóns, sem ávallt er viðbúinn, og í hjartanu, sem undir sló, ómaði lífsbænin eilífa: Lát þú nú, Drottinn, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefir mér heitið. Ég hefi fengið að sjá og reyna hjálpræði þitt. Það var geislandi og brosandi öryggi yfir þessum svip- hreina, unga vini mínum. Og þannig kvaddi hann vini sína í skrifstofunni síðasta kveldið, þar sem birt hafði svo oft yfir svip þess fólks, sem kom til hans þar. Og þeir voru margir, sem hugðust fagna honum þar næsta dag, og marga daga. Og eitt af tilhlökkunarefnum okkar, sýslu- nefndarmanna, og ekki það minnsta, var að eiga von á að finna hann og gleðjast með honum á næsta sýslufundi. En stundin var komin. Hann hafði verið kallaður frá öðru starfi inn í Guðsríkis boðskap kirkjunnar, og þar hafði hann unnið vel — enda oft sjúkur — á stéttunum. Það brá ætíð bjarma af eilífðar ljósi á þunga þrautagöngu hans og hið stutta líf hans, sem lifað var í trúmennsku- fullri þjónustusemi við allt, sem honum var trúað fyrir, embættisstörf, elskulega eiginkonu og ástrík börn, stefndi á efri leiðir. Dauðastríðið var strangt og stutt. Hún er svo mörg Marían í veröld vorri, sem færir fórnir, auð- sýnir elsku og stendur undir krossinum, en flytur oss jafnframt gleðiboðskap páskanna, hinn mesta gleðiboðskap lífsins: Hann er upprisinn. Hann lifir og þér munuð lifa. Jónmundur. Halldórsson. * Sléltubönd. Bróðir Jesús fái frætt fólkið allra stétta. Þjóðir góða semji sætt, sanna, hreina, rétta. Bjarni GuSmundsson frá Hörgsholti.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.