Kirkjuritið - 01.05.1954, Blaðsíða 43
BÆKUR UM KRISTINDÓMSMÁL
233
Silfurkaleikurinn.
Allt frá miðöldum hafa skáldsögur verið skrifaðar um hinn
heilaga Gral, bikarinn, sem Jesús bergði á með lærisveinum
sínum síðasta kvöldið, er hann dvaldi með þeim i þessu lífi,
þegar hann stofnaði heilaga kvöldmáltið. Virðist þetta efni
mjög hafa heillað hugi kristinna manna á liðnum öldum, og
svo er enn í dag, því að á síðastliðnu ári kom út i Bandaríkj-
unum skáldsaga eftir Thomas B. Costain (The Silver Chalice,
A Story of the Cup of the Last Supper, London, Hodder and
Stoughton Limited 1953. 15 s.), vinsælan höfund, og kom
hún út í mörgum útgáfum hæði í Bandaríkjunum og Englandi
°g var metsölubók allt árið.
Aðalpersóna þessarar skáldsögu er Basil, ungur listamaður
í Antíokkiu, sem fyrst er ættleiddur af ríkum kaupmanni þar,
en síðan svikinn frá erfðinni af bróður kaupmannsins og seld-
ur í þrældóm. Þaðan bjargar Lúkas guðspjallamaður honum
þyrir tilstilli Jósefs frá Arimaþeu, sem hefir verið að leita að
haefum listamanni til að gera umgerð um hinn heilaga kaleik,
Sem gamli maðurinn varðveitir sem helgan dóm. Basil kvæn-
ist sonardóttur Jósefs og lendir í alls konar ævintýrum, þvi
að hann þarf að kynnast öllum helztu postulunum til að geta
uiótað mynd þeirra á bikarinn. Þannig ferðast hann til Efesus
hl að kynnast Jóhannesi og til Rómar til að leita uppi Pétur,
sem hann finnur dulbúinn sem þjón í veitingahúsi. í Róma-
horg lendir hann í hinni sukksömu hirð Nerós keisara og
sleppur þaðan nauðuglega.
Sagan fer yfirleitt troðnar slóðir, gerir t. d. ráð fyrir, að
Jóhannes öldungur í Efesus sé sami maður og Jóhannes Zebe-
deusson. En lýsingarnar á þeim Lúkasi og Pétri eru prýði-
legar, og yfirleitt er sagan bráðskemmtileg. Hefði verið gam-
an að þýða þessa sögu á íslenzku. En sá er sami gallinn á
henni og fiskimanninum mikla, að hún er hryllilega löng, á
sjötta hundrað blaðsíður í stóru broti, og er það nærri því frá-
gangssök þess vegna, að leggja í það verk.
Benjamín Kristjánsson.